Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 115
TRAGEDIA UTOPIUNNAR
1969-1970, en aðeins konur árið 2000. í sama blaði skrifar Soffía Auð-
ur einnig um aðra leiksýningu í L.R. á Móglí, leikgerð Uluga Jökulsson-
ar efrir sögum Rudyards Kiplings, og Súsanna Svarvarsdóttir um
sýningu Leikfélags Islands á verki Bemards Slade, A sama tíma síðar.
Þessi kynskipti leikdómara hljóta að teljast mikil breyting í menningar-
b'fi Islendinga, en þau koma vart fram í ummælum þeirra um Ant-
ígónn-sýningamar tvær. Hugsanlega er það vegna þess að baráttuandi
Antígónu gegn útópískum tilhneigingum Kreons virðist á einhvern hátt
kynlaus. Sömuleiðis hefur pólitísk barátta ungra kvenna á síðari hluta
tuttugustu aldar ekki eingöngu snúist um kvenréttindi eða verið háð á
forsendum kynbundinnar sýnar á heiminn, eins og þær Róska og Bima
Þórðardóttir sýna svo vel. Þó finnist manni kyn persónanna Kreons og
Antígónu í leikverki Sófóklesar varla ráðast af tilviljun. Reyndar gerir
Antígóna í tragedíu Sófóklesar lítið úr sérstöðu sinni sem konu, á með-
an Kreon hamrar á andstæðu konu og karls, að því er virðist til þess að
þagga niður í henni. Með því að minna Antígónu á að konur em ekki til
sem pólitískir borgarar í ríki hans - en sú var staða grískra kvenna á
fimmtu öld fyrir Krist - vill hann komast hjá því að svara rökum henn-
ar. Þannig virðist kynjafræðilegur lestur á Antígónu bjóða upp á ýmsa
möguleika í túlkun, en þó einkum ef réttlæti og siðferði í víðara skilningi
er haft með í myndinni. Reyndar hefúr amerískur prófessor, Helene P.
Foley, ritað grein þar sem hún reynir að verja siðferðileg rök í málflutn-
ingi Antígónu fýrir fræðimönnum (mest körlum sem skrifuðu fýrir 1965)
sem eignað hafa uppreisn hennar hjartnæmri kvenlegri tilfinningasemi
og hvatvísi, ekki skynsamlegtun rökum.21
Ef hægt er að draga einhvem lærdóm af þessum ólíku viðtökum Antí-
gówt/-sýninganna tveggja, hlýtur hann að vera sá að útópísk hugsun hjá
stjómvöldum sé í lágmarki í dag (og því hafi pólitískt hugrekki og sjálfs-
fóm Antígónu í leikriti Sófóklesar ekki átt hljómgrunn um árþúsunda-
mótin), eða að mótmælin gegn útópíunni komist ekki að í hátæknivædd-
um og miðstýrðum fréttaflutningi nútímans, eða - sem er allra verst - að
við borgaramir séum orðnir svo áhugalausir um örlög okkar að við
gagnrýnum ekki framferði stjómmálamanna þegar þeir láta heillast af
tragískum fýrirheitum útópíunnar.22
21 Foley 1996.
22 Grein þessi hefur verið alllengi í gerjun. I núverandi gerð er hún að stofni til erindi
sem lesið var á málþingi Ritsins í Odda, laugardaginn 9. febrúar 2002. Frumgerð
”3