Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 93
STAÐLAUSIR STAÐIR
íunnar verður útópían að einskonar menjum ímyndunaraflsins innan hins
röklega skipulags. Þannig birtist rökvæðingin sem díalektískt ferli er
framkallar sínar eigin veilru. Það er í þessum skifningi sem Foucault skil-
greinir „heterótópíska staðfræði“ sína sem „í senn eins konar goðsögu-
lega og raunverulega leið til að vefengja það rými sem við lifum í“,69 með
svipuðum hætti og Lefebvre bregður í skrifum sínum upp mynd „til-
raunaútópíu“ er miðar að því „að kanna möguleika mannsins með aðstoð
ímyndarinnar og ímyndunaraflsins, sem fylgt er efdr með látlausri
gagnrýni og látlausum vísunum í ríkjandi vandamál raunveruleikans“.'°
Með því að innleiða ímyndunaraflið, listina, draumórana og goðsögnina
inn í hina röklegu gagnrýni á ný, sýna Foucault og Lefébvre ffam á
hvemig hefðbundin heimsmynd rökhyggjunnar helgast af bælingu þess-
ara þátta. I greiningu þeirra beggja er ímynd nútímaþjóðfélagsins srmdr-
að um leið og sýnt er hvernig sú röklega yfirsýn sem heimsmynd nútím-
ans streitist við að ná er í raun blinda: Horft er markvisst fram hjá þeim
svæðum þar sem ímyndunaraflið og draumamir hafa leitað sér skjóls.
Þjóðfélagsgagnrýni póstmódemismans er tdl marks um það hvernig
sköpunargáfa mannsins herjar sífellt á rökvædda heimsmynd nútímans á
ný og dregur ffarn gloppur hennar. Þetta á jafnt við um heterótópíur
Foucaults, aðstæður sitúasjónista, þau „andartök“ sem Lefébvre fjallar
um í verkum sínum og þær „hátíðir“ sem kenningasmiðir hversdagsh'fs-
ins fjalla um í skrifum sínum. I kenningum de Certeau em slíkar hátíðir
skilgreindar sem hversdagslífið í sinni tæmstu mynd, sem andartök þeg-
ar „alþýðan nær að flýja undan þeim skilgreiningum og stjórnkerfum
sem ríkjandi menning reynir að þvinga upp á hana“. 1 Þar sem de Cert-
eau greinir náin tengsl á milli hversdagslífsins og hátíðarinnar greinir
Lefébvre aftur á móti skýrt rof. Aðgreining hátíðarinnar og hversdags-
lífsins er í hans huga undirstaða ríkjandi þjóðskipulags. Að mati Le-
fébvres er hversdagslífið í þjóðfélagi síðkapítalismans falið undir hulu
„blekkjandi rökvísi“ - sem grefur undan möguleikanum á sannferðugu
lífi. Það er í raun „tilbúin blekking, vett\rangur þar sem alþýðunni er
stjómað og stýrt, en hún er látin fá á tilfinninguna að hún hafi frjálst val
69 M. Foucault (2002) bls. 138.
70 H. Lefebvre. „Utopie expérimentale. Pour un nouvel urbanisme“ (1970) bls.
129-140, hér bls. 131.
71 B. Rigby (1991) bls. 18.
72 H. Lefebvre (1968) bls. 73.
91