Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 52

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 52
BRYNDIS VALSDOTTIR til mismikils gildis fyrirbæranna, heldur einstaklingsins sjálfs sem er í til- teknum aðstæðum.14 Með öðrum orðum, það er ekki allt réttlætanlegt í nafhi heilsunnar. Við gætum til dæmis ekki fóttuntroðið mannréttindi einstaklinga eða gert fólki rangt til, í þeim tilgangi að bæta heilsu þeirra eða annarra. Það rýrir þó ekki gildi heilsunnar. Mér virðist því að gildi heilsu einstaklings að því leyti sem hún er forsenda fyrir framtíð hans, sé meira en gildi fósturvísis á fyrstu sólarhringunum. Helstu andmælin sem heyrst hafa gegn þessari röksemdafærslu eru á þá leið að ósanngjarnt sé að bera líf á hinum ýmsu stigum svona saman, það skipti hreinlega ekki máli hvort h'fið er verðmætara því það að velja eða haína mannslífum sé ekki í okkar verkahring, við eigum ekki að ráðskast með lífið með þess- um hætti. Við eigum ekki að vera að „grípa inn í gang náttúrunnar“ eða að vera að „leika Guð“. Við þessu má segja tvennt. I fyrsta lagi að við komumst oft ekki hjá því að velja milli tveggja ósambærilegra kosta og jafnvel tveggja óyndisúr- ræða. Það firrir okkur þó ekki ábyrgð á því að taka ákvörðun, enda ósennilegt að aðgerðaleysi sé heillavænlegra í erfiðum álitamálum en að taka ígrundaða afstöðu. I öðru lagi eru þessi mótrök vafasöm á þann hátt að þau gera ráð fyr- ir að það svið sem við lifum á sé á einhvern hátt annað en svið Guðs eða gangur náttúrunnar. Það mætti þá segja um svo ótalmargt sem mennirn- ir gera að þeir séu að taka fram fyrir hendurnar á náttúrunni eða Guði, til að mynda með því að taka sýklalyf við alvarlegum sýkingum eða nota getnaðarvarnir til að hindra að nýtt líf verði til. Eg tel hinsvegar að þeg- ar mennirnir breyta í samræmi við sannfæringu um að sú ákvörðun sé mannlífinu fyrir bestu, þá sé það einmitt í samræmi við vilja Guðs. Vilji Guðs, sé hann til, hlutgerist þannig í mönnunum með svipuðum hætti og segir í máltækinu „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir“. Niðurstaða þess að meta ávinning gagnvart fórn, þegar kemur að læknisfræðilegri einræktun er þá sú að hún geti verið réttlætanleg við vissar aðstæður. Hinsvegar er rétt að taka það ffam að vísindamenn sjá fyrir sér þann möguleika að nýta stofnffumur úr fullorðnum einstakling- um (t.d. úr beinmerg og frumurnar eru þá endurhæfðar/endurforritaðar) 14 Til samanburðar má ímynda sér að ég sé stödd í Frakklandi og geti valið um að fá verðgildi 10 þúsund króna, í íslenskum krónum eða í frönskum frönkum. Þessir peningar hafa jafnmikið gildi sem slíkir, en ég vel ffankana í ljósi aðstæðna minna en ekki í ljósi þess að annað hafi meira gildi en hitt. 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.