Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 36
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTTR
um sínum eru greinílega takmörkuð í þessari orðræðu, á þeim forsend-
um að slíkt sé þeim sjálfom fyrir bestu, því hvaða kona \ ill bera ábyrgð
á því að bamið hennar fæðist ekki alheilbrigt: Hvaða kona vill geta af sér
skrýmsli? Það er engin tilviljun að myndmál skrýmshsins kemur hér
upp. Eins og Huet og Braidotti benda á hefur konan löngum einmitt
verið tengd skrýmslinu sem móðir þess. Líkami hennar getur af sér h'k-
ama skrýmslis.
Það er því ljóst að þrátt fyrir að konan sé lítt sýnileg í líftækniorðræðu
vísinda og skáldskapar er erfðafræðin gíforlega mikilvæg fyrir konur. Það
em jú konur sem bera böm og framleiða fóstur og fósturvísa. Tæknin
hefor þegar breytt stöðu hins barnshafandi kvenlíkama á róttækan hátt,
með tilkomu glasafrjóvgana og móður-staðgengla, auk þess sem gena-
prófanir hafa mikil áhrif á viðhorf kvenna til barnsburðar og móðurhlut-
verksins. Þessi umræða um stöðu kvenlíkamans í erfðafræðirannsóknum
er ekki aðeins að verða sterk innan kenninga kynjafræðinnar og sæ-
borgafræðanna heldur er hún einnig orðin áberandi í erlendum tímarit-
um, þar sem tísku- og kvennablöð eins og Vogue og New York hafa bent
á að genapróf og frjósemisaðgerðir séu málefni sem þarf að taka til mál-
efoalegrar umræðu. Hvað á kona að gera sem ber í sér arfbera brjósta og
eggjastokka-krabbameins? Láta slægja sig og fá sér síh'kon, bara til von-
ar og vara? Þetta er spurning sem er til umræðu í langri grein í New York
(8. febrúar, 1999), „The time-bomb genes“, meðan sjálft fegurðar-
dýrkunarritið Vogue (ágúst 1998) leiðir spuminguna um erfðavísindi út í
þráhyggju varðandi frjósemi og ofgetu í sambandi við h’ftiduftið \lagra
í grein sem neínist „The New Lrontier“.30 Þar er komist að þeirri nið-
urstöðu að það sé í ófollkomleika líkamans sem fegurðin fehst. Umræð-
an um konur og genapróf birtist reglulega í ólíkum blöðum eins og Good
Housekeeping (maí 1999); „Cancer genes: Should you get tested?“, New
York Times (17. ágúst, 1999 og 5. mars, 2002): „Choosing to test for can-
cer’s genetic link“ og „Tests for Breast Cancer Gene Raise Hard Choic-
es“ og USA Today (9. janúar, 2002): „To test, or not to test, for BRCA; If
a woman knows she has a gene linked to cancer risk - then what?“.31
I hugvísindum hafa fræðikonur látið til sín taka með ákaflega ffurn-
30 Höfundar greinanna eru: Craig Horowitz í New York, 5 1999, bls. 28-33 og Malu
Halasa í Vogue, ágúst 1998, bls. 151-153.
31 Höfundar greinanna eru: Susan Archer í Good Housekeeping, 5 1999, bls. 169-170,
Jane E. Brody og Denise Grady í New York Times og Rita Rubin í USA Today.
34