Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 23
VARAHLUTIR FYRIR UTOPIUR
Þetta er ekki í fyrsta sinni sem fósturefrii
eru til umræðu í læknavasindum eða sæ-
berpönki. Fréttin um klónun fósturvísa
kemur í kjölfar mikilla umræðna um hvort
læknum sé heimilt að nota fóstur (tilkom-
in vegna fósturláta, fóstureyðinga eða
ræktuð) til rannsókna og tilrauna.4 I þeim
bókmenntum og kvikmyndum sem fjalla
um sköpun gervimenna, klóna og sæborga
er víða vísað til fósturefha sem afskaplega
hentugra við gerð gervimenna eða viðgerð
manna; sem dæmi má nefna mynd Ken-
neths Brannagh frá 1994 um Franken-
stein, en þar er skrýmslið5 látið hggja í
einskonar fylgju-vatns-baði, sem Franken-
stein hefur safnað með hjálp ljósmæðra.
Spumingin sem skáldsaga Smiths vekur
óhjákvæmilega upp er þessi: ef fóstrið á
sér tilvistarrétt, hvað þá með klóna þess? I
umræðunni um klónun fóstiii~císa er greinilega gefið til kynna að fóstrið
sé ekki enn orðið að manneskju og því sé ‘bara’ um einskonar ‘hráefni’ að
ræða.6 Og svo er því haldið fram að klónun fóstra sé náttúrlega miklu
‘betri’ en til dæmis fóstureyðingar, því þrátt fyrir að enn sé verið að fikta
við mögulegar manneskjur og réttindi mögulegra mæðra þeirra er þetta
allt gert í þágu mannkyns: Tilgangurinn helgar meðalið enn og aftur.
4 Sjá Pat Spallone „The Salutary Tale of the Pre-Embryo“, í Nina Lykke & Rosi Bra-
idotti, Betzveen Monsters, Goddesses and Cyborgs: Feminist Confrontations With Science,
Medicine and Cyberspace, London: Zed Books, 1996.1 greininni birtist meðal armars
vel munurinn á þessari umræðu í Bredandi og Bandaríkjtmum, sem kemur ffam í
mörgum blaðagreinanna.
s Eg hef þann sið að skrifa skrýmsli með ypsiloni.
6 Sjá aftur grein Spallone, „The Salutary Tale of the Pre-Embryo“, en Spallone ræð-
ir hvemig nýtt og aðgengilegt orð yfir fósturefni var myndað til aðgreiningar ffá
„sjálfu“ fóstrinu, og tilvist þess skilgreind og afmörkuð í tíma. Samkvæmt Spallone
er þetta gott dæmi um félagsleg og hugmyndafræðileg áhrif á vísindi og vísindalega
orðæðu, því þrátt fýrir að fýrirbærið „pre-embryo“ eða fósturvísir eigi sér vissulega
efnislega tilvist, var hægt að velja um fleiri slálgreiningar í tíma og rúmi. Þessi bara
hentaði sérlega vel.
7 Það er augljóst að umræðan um klónun fósturvísa er náskyld umræðunni um fóstur-
eyðingar, þó ekki væri nema að því leyti að hér er enn verið að fjalla um vald kvenna
Spares eftir Michael Marshall
Smith, með hvetjandi kvóta
eftir hrollvekjuhöfundinn Clive
Barker.