Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 140
MICHF.L FOUCAULT
ótópía skýrt og aímarkað hlut\Terk innan samfélagsins og sama heterót-
ópían getur haft mismunandi hlut\Terk eftir þ\i menningarástandi sem
hún er hluti af.
Eg tek dæmi af hinni sérkennilegu heterótópíu kirkjugarðsins. Kirkju-
garðurinn er tvímælalaust annarlegur staður samanborið við venjuleg
menningarrými; hann er engu að síður rými sem er bundið öllum stað-
setningum miðborgarinnar, samfélagsins eða þorpsins í heild, því hver
einasti einstaklingur, hver einasta fjölsk\ lda, á ættingja í kirkjugarðinum.
Kirkjugarðurinn hefur nánast alltaf verið til í vestrænni menningu. En
hann hefur gengið í gegnum mikilvæg umskipti. Fram undir lok 18. ald-
ar var kirkjugarðurinn staðsettur í hjarta miðborgarinnar, við hhð kirkj-
unnar. Þar var til heilt stigvældi óh'kra grafreita: Alenn höfðu beinahvelf-
inguna, þar sem h'kin glötuðu síðustu einstaklingseinkennmn sínum,
nokkrar einstaklingsgrafir og loks grafir inni í kirkjunni. Þessar grafir
voru aftur tvenns konar: Annars vegar einfaldar steinhellur með áletrun,
hins vegar grafhýsi með styttu. Þessi lárkjugarður, sem staðsettur var í
heilögu rými kirkjunnar, hefur fengið gerólíkt yfirbragð í siðmenningu
nútímans; og það er forvitnilegt að það skuli hafa verið einmitt á þ\i
skeiði þegar siðmenningin er orðin - eins og sagt er - „trúlaus“, sem
vestræn menning innleiddi það sem kalla mætti dauðradýrkun.
Það var í raun afar eðlilegt að menn legðu ekki megináherslu á hinar
jarðnesku leifar á meðan þeir trúðu staðfastlega á upprisu líkamans og
ódauðleika sálarinnar. Frá þeim tímamótmn er menn taka að efast um að
þeir hafi sál og að líkami þeirra muni rísa upp ffá dauðum, verða þeir
e.t.v. þvert á móti að sýna hinum jarðnesku leifum mun meiri athygli, því
að þegar upp er staðið þá eru þær einu mnmerkin um tilvist okkar inn-
an heimsins og meðal orðanna.
I það minnsta er það ffá og með 19. öld sem hver og einn fékk rétt á
sínum eigin litla kassa undir sína litlu persónulegu rotnun. Það var ekla
heldur fyrr en á 19. öld sem menn fóru að staðsetja kirkjugarðana \fð út-
jaðar borganna. Samhliða þ\i' hvernig dauðinn er sniðinn að einstak-
lingnum og kirkjugarðarnir að borgurunum sprettur upp ótti við dauð-
ann sem „sjúkdóm“. Menn ganga út ffá því að það séu hinir dauðu sem
beri sjúkdómana til þeirra sem lifa og það er nærvera og nálægð hinna
dauðu rétt hjá húsunum, við hliðina á kirkjunni, hér urn bil úti á núðri
götu - það er þessi nálægð sem breiðir út sjálfan dauðann. Þessi út-
breiðsla sjúkdóma vegna smithættunnar frá kirkjugörðunum var mikil-
138