Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 129
FYRIRMYNDARSAMFELAGIÐ ISL.AXD
Margvíslegur bakgrunnur einstakra höfunda, tilgangur þeirra og
væntingar, ræður því hvemig þeir fjalla um tiltekið viðfangsefni, hvort
þeir eru gagnrýnir eða uppbyggilegir, neikvæðir eða jákvæðir. Bandaríski
ffæðimaðurinn James S. Romm hefur notað hugtökin „ethnocentrism"
og „inverse ethnocentrism“ um svipað fyrirbæri þar sem fyrri stefnan
lofar eigin heim en hin síðari hinn fjarlæga.30 Utópíuffæðingurinn Kris-
han Kumar teltu reyndar að þetta sé eitt helsta einkenni útópíunnar, að
hún sé bæði gagnrýnin og uppbyggileg (e. critical, constnictive).il
Dæmin sem tekin voru hér að framan má skoða í ljósi þessa. Eins og
bandaríski mannffæðingurinn George Boas benti á lofaði Adam ffá
Brimum einfaldleika ffumstæðra samfélaga og dró upp útópíska mynd af
Islandi í þeim anda, mynd sem er uppbyggileg og átti vafalaust að verða
samferðamönnum hans, syndum spilltum, þörf áminning og fyrirmynd
til efdrbreytni, svo og að látlaust lífemi, hógværð og guðrækni væri af-
farasælast. Adam er greinilega ákafur stuðningsmaður ffumstæðishyggju
(e. primitivism) og hafa þá hugtakapörin frumstæðishyggja-framfara-
hyggja líka verið dregin inn í þessa umræðu.32 Beint liggur við að álykta
að gagnrýnin umfjöllun Johanns Andersons um Islendinga hafi haft
svipaðan tilgang, að draga upp mynd af fólki sem vikið hafi út af vegi
dyggðarinnar og búi því við kringumstæður sem séu víti líkastar, lífsmáti
og umhverfi Islendinga séu því víti til vamaðar.
Sjálfsmyndin og útópían
Útópískar hugmyndir og dystópískar hafa fylgt íslandslýsingum eins og
skuggi allt frá hinum fyrstu þeirra á 11. öld og til samtímans, enda var
landið og er ákjósanlegur útópískur og dystópískur vettvangur. Lengst af
réð dystópían ríkjum en á 19. öld varð útópían ráðandi með uppgangi
rómantískra hugmynda, þjóðemishyggju og kynþáttastefnu og hefur
verið það síðan.
Utópía og ím\ud em nátengd. Utópían tengist oft sjálfsmynd (auto-
stereotýpa) en dystópían tengist ímynd okkar af „hinum“, (heteroster-
30 Romm, James S„ The Edges of the Earth in Ancient Thought: Geography, Exploration,
and Fiction, Princeton 1992, bls. 46.
31 Kumar, Krishan, bls. 23.
’2 Boas, George, Essays on Primitivism and related Ideas in the Middle Age, Baltimore
1948, bls. 152. Boas er frumkvöðull í rannsóknum á frumstæðishyggju og and-frum-
stæðishyggju í fomöld og á miðöldum.
I27