Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 26
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
fyrir vonbrigðum í ástamálum,
svo hann sver af sér öll samskipti
við konur, gerist kvenhatari og
mótar styttu af hinni fullkomnu
konu, sem hann verður síðan ást-
fanginn af. Hann biður til ástar-
gyðjunnar Affódítu að gefa sér
slíka konu, og hún sér aumur á
honum og lífgar styttuna. Konan
sú var nefnd Galatea, og lifðu þau
vel og lengi og allt það.
Hér kemur strax í ljós einn
meginþráðurinn í sögu sæborgar-
innar, hugmyndin um að gera bet-
ur, bæta sköpunina, gera betri
mann - eða konu. Maðurinn þrá-
Kápumyndin á 1831 útgáfunni tf/Fran- ir að bæta sjálfan sig, umskapa
kenstein. Frankensteinflýrádyrþví sjálfen sig f nýrri mynd. Annað
honum hurnast illa útlit afkvætnsins. x , .
° sem verður strax þost er hversu
þessi hugmynd um sköpun og umsköpun er bundin í kyn: Hér er á ferð-
inni hin klassíska saga um karlinn sem mótar konuna eftír sínu höfði.10
Það er því ljóst að sagan um Pygmalion og Galateu ber undirtóna sem
eru óásættanlegir fyrir konur. Þessi hugmynd um að skapa hina full-
komnu konu er leiðarminni í sögu sæborgarinnar, eftírminnilegustu
dæmin eru líklega dúkkan Olympía í sögu E.T.A. Hofffnans frá 18 i 6 og
Vél-María úr mynd Fritz Lang, Metropolis frá 1927, en álíka sæborgska
tilhneigingu má jafnffamt finna í fegurðariðnaði nútímans og hjá þeim
sílíkonum sem einkenna hann.
Hér kemur jafnframt fram hugmyndin um Gr/manninn sem skapara.
Pygmalion, Rabbí Löwe, Coppola, Frankenstein, Dr. Moreau, Rot-
wang; Clynes og Kline eru síðastir í röð karla sem hafa látíð sig dreyma
um að skapa mannveru án kynæxlunar og aðstoðar konu.11 Þekktastur
10 Þessi hlið goðsögunnar hefur verið tekin fyrir í verkum eins og Pygmalion Bernards
Shaw (1913) og kvikmyndum og söngleikjum byggðum á því leikriti.
11 Rabbí Löwe lífgaði leirmennið góleminn í Prag á 16. öld samkvæmt gyðinglegum
goðsögum, Coppola er galdramaðurinn sem stelur augum og býr til dúkkuna Ol-
ympiu í sögu E.T.A Hoffmans, „Der Sandmann“ (1816), Frankenstein er lækna-
neminn í samnefndri skáldsögu Mary Shelley (1818, 1831) sem púslaði saman lík-
24