Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 22
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
veruleikanum nyti þess að taka áhættu því það vissi að það hafði trvgg-
ingu14.1
Náttúrlega geta þeir sem efhi hafa á því nýtt sér þessa þjónustu fyrir-
tækisins OryggisNets, og út á það gengur meginhluti skáldsögunnar,
baráttuna við hina ríku sem samkvæmt dystópíu sæberpönksins eiga
framtíðina og stjóma henni.
Sagan af varahlutunum fær aukið vægi í ljósi fréttar sem birtist í nóv-
ember í fyrra þess efnis að vísindamönnum hefði tekist að einrækta fóst-
urvísa og að tilgangurinn helgaði meðalið; fósturefhið hentaði sérlega
vel til að rækta líffæri sem líkaminn myndi ekki hafiia.2 Með fósturefh-
inu væri því hægt að búa til einskonar líffærabanka sem þjóna myndi
mannkyninu á mun betri hátt en sú tækni til líffæraflutninga sem nú væri
við lýði, en hún er, eins og Smith bendir á, nokkuð ófullkomin.3
1 Michael Marshall Smith, Spares, London, HarperCollins 1996, bls. 51. Þýð. úd.
2 Sjá t.d. fréttir á vef Guardian Unlimited, www.guardian.co.uk, 26. nóvember, 2001,
„First human embryo cloned“, „Cloning - where will it all end?“ og „The wrap:
First human embryo cloned“ og í Morgunblaíinu, 27. nóvember, 2001, „Segja ein-
ræktun mannafósturvísis hafa tekist vel“ og „Einræktun sögð „siðferðislega röng““,
en í þessum fréttum - og mörgum álíka um þetta efni - er megináherslan lögð á ein-
ræktun í lækningaskyni, auk þess sem hinum siðferðislegu spurningum er gefinn
nokkur gaumur.
5 Orðið varahlutir er reyndar notað í íslenskum greinum um h'ftækni, sjá Reutersfrétt
í Morgunblaðinu ffá 9. desember, 1998, en þar kemur fyrir millifi nrsognin „Eftir-
myndir í varahluti“. I textanum kemur ffam að baráttusamtök gegn fóstureyðingum
hafi brugðist hart við tillögu breskra vísindamanna til að fá að einrækta mannsfóst-
ur í lækningaskyni: „Verði leyft að einrækta líffæri sé skammt í að börn verði ein-
ræktuð ... að sérffæðingarnir séu að hvetja til „tæknilegs mannáts“, að gerðar verði
eftirmyndir af fólki og þær síðan notaðar í varahluti“. Orðið kemur aftur ffnir í grein
um ráðstefhu Norrænu lífvísindasiðanefndarinnar, sem birtist í Morgunblaðinu 19.
nóvember 2000, en þar segir að „ef menn teldu vera í lagi að búa til aðra manneskju
til að nota hana eins og hráefni eða varahluti væri stutt í að virðingin fyrir einstak-
lingnum sem slíkum ... hyrfi endanlega. Hann yrði í staðinn vara og metinn ein-
göngu efdr nytseminni fyrir samtímann“. Varahlutir er líklega þýðing á ‘parts’ eða
‘spare parts’ sem er notað um líffæraflutninga, sjá t.d. grein á vef Guardian Un-
limited, www.guardian.co.uk, „The wrap: First human embryo cloned“, 26. nóvem-
ber, 2001, en þar segir að sumir óttist að þetta leiði til „cloning humans for „parts““.
I grein á sama vef ffá 15. mars, 2000, „Pig cloned for organs down at the ‘pharm’“
er fjallað um klónuð svín sem henta sérlega vel til líffæraflutninga: „In a world
where patients in urgent need of spare part surgery outnumber potential donors by
20 to 1, the five piglets and their successors are claimed to be „the only near-term
solution to solving the worldwide organ shortage crisis“.“ I fyrsta lagi er áhugavert
að sjá orðið ‘pharm’ hér, en klónabú Smiths heita einmitt ‘farm’, auk þess sem grein-
in staðfestir kaldhæðnisleg orð höfundarins um hversu erfiðir líffæraflumingar séu.
20