Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 65
DAUÐI OG OTIMABÆR UPPRISA STAÐLEYSUNNAR
henni. Þannig gerir Dewey grein fyrir afstöðu sem stundum hefur verið
kölluð meliorismi eða bótahyggja. Sú stefna afneitar ekki nema síður sé
félagslegu hlutverki vísinda, en felst í viðleimi til að sjá hvort tveggja í
senn takmarkanir vísindalegra ffamfara og bestu leiðirnar til að nota
möguleikana sem vísindalegt starf býr tdl.12
Dewey orðar það svo að nýja rökfræðin færi mönnum nýja ábyrgð.
Leit að huldum forsendum, leyndum grundvelli þekkingar og siðferðis er
í hans augum til marks um máttvana stöðu í óskiljanlegum heimi. Heim-
spekin getur ekki lengur snúist um undirstöður sem hafa ekkert skýring-
argildi og því enga merkingu fyrir þekkingu okkar á heiminum. ,,[H]eim-
speki hlýtur því að verða aðferð til að sýna og túlka togstreitu og árekstra
í Kfinu. Heimspekm leitast við að finna leiðir til að glíma við togstreitu;
aðferðir til siðferðilegrar og pólitískrar forspár og greiningar“.13
Dewey taldi kenningu Darwins skipta sköptun um þekldngu og vísinda-
lega rannsókn og hann var, ekki síður en sósíaldarwinistar, sannfærður um
að sama gilti um þjóðfélagskenningar. Hann var hinsvegar ósammála þeim
um hverjar afleiðingar darwinismans væru. Dewey lagði höfuðáherslu á
breytileika hvors tveggja: Mannlegs eðlis og félagslegra stofnana. Sósíal-
darwinistar höfðu tilhneigingu til að einblína á náttúruval eins og um fast
lögmál væri að ræða sem hlyti að hafa tiltekin fyrirsegjanleg áhrif á þróun
mannfélagsins. Þannig drógu þeir þá ályktun að þróun væri í grundvallar-
atriðum löggeng og að það gilti jafnt um þjóðfélagið og lífheiminn. De-
wey sá kenningu Darwins hinsvegar aldrei sem löggengiskenningu. Hann
féll ekki í þá gryfju einmitt vegna þess að hann steig skrefið til fulls. Hann
felldi allt mannlegt atferli að meginhugmynd þróunarinnar og gerði því
ráð fyrir að þekking og rannsókn væri öðru ffemur grunnþáttur í hinu hf-
ræna ferli sem ghmir við staðreyndir veruleikans og gildi og endurskapar
hann. Dewey skildi einnig betur en sósíaldarwinistar að kenning Darwins
hefúr fyrst og fremst tölfræðilegt gildi. Hún getur sagt fyrir um hegðun
hópa en segir okkur ekkert um einstaklinga.14
12 Siá til dæmis James Campbell 1995, Understandinv John Dewey (Open Court, La
Salle Illinois) bls. 261.
13 John Dewey 1909, bls. 44.
14 Sjá Mike Hawkins 1997, bls. 175-177. Frægasti höfundur sósíaldarwinismans var
Herbert Spencer. Hann reyndi að beita lögmálum náttúruvals og einkum kenning-
um Darwins á þjóðfélagsþróun og voru niðurstöður hans og kenningar frá upphafi
mjög umdeildar. Framfarir í líffræði og félagsvísindum og skýrari skilningur manna
á tölfræðilegum lögmálum útrýmdu sósíaldarwinisma að mestu.
63