Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 126
SUMARLIÐI R. ÍSLEIFSSON
vel þekktar og þær hafa oft verið kynntar sem sögur um baráttu góðs og
ills. Þar má geta um Dithmar Blefken og Amgrím lærða á 16. öld; Johann
Anderson borgarstjóra í Hamborg og Danann Niels Horrebow sem for-
dæmdi bók Andersons um miðja 18, öld; breska landkönnuðinn víðförla,
Richard Burton, og Jón Hjaltalín landlækni á ofanverðri 19. öld. Loks má
nefna danska blaðamanninn Ulrich Hoy og Bjöm Sigurbjömsson prest í
Kaupmannahö&i sem deildu um Islandslýsingu hins fyrmefhda undir lok
20. aldar. Þessi ghma hefur því staðið lengi. Hún stendur emi og hversu
oft höfum við ekki fordæmt þá sem hafa kallað okkur mörlanda og lýst því
yfir að Geysir væri „úthfaðr örvasa aumingi“ og Hekla ekki annað en
„erki-humbúgg“ eins og haft var efdr Richard Burton.21
Þegar litið er yfir þessa sögu verður ljóst að bæði útópískar og dystóp-
ískar hugm\-ndir hafa dafhað hlið við hlið í Islandslýsingum á umliðnum
öldum. Þrátt fyrir viðleimi Adams frá Brimum og þeirra sem fjölluðu um
landið í anda hans vom dystópískar lýsingar ráðandi í umfjöllunum mn
landið allt ffarn yfir aldamótin 1800. Smám saman varð breyting á er leið
á 19. öld með landvinningum rómantískra hugmynda, þjóðernis- og
kynþáttahyggju. Utópískar hugmyndir um landið mðu brátt allsráðandi
og hefur lítrið lát orðið þar á.
Af hverju útópískur vettvangur?
Af hverju hefur íslandi iðulega verið lýst sem útópískum eða dystópísk-
um vettvangi? Er hægt að skýra það með innræti eða jafnvel vanþekk-
ingu þeirra sem hafa fjallað um land og þjóð eða em aðrar tilgámr nær-
tækari? Staða landsins skiptir hér höfuðmáli. Eiginlega þarf ekki aðra
skýringu en eftirfarandi staðhæfingu: Island er eyja. Ekki skal þó látið
þar við sitja; þetta hugtak, eyja, á sér langan feril í vestrænni hugmynda-
sögu sem sérstakt viðfangsefhi, oft tengt útópískum hugmvTidum, hinu
uppmnalega og sérstæða. Eins og nefht var hér að framan var útópía
Mores einmitt eyja. Eyjar hafa líka lengi verið tengdar undmm, furðum
og ævintýmm, góðum og illum eiginleikum, á einn eða annan hátt eins
og bandaríski sagnffæðingurinn John Kirtland Wright hefur bent á.22
21 Deilt er á skrif Richards Burtons í blaðinu Þjóðólfi 3. janúar 1873 bls. 38.
22 Wright, John Kirtland, The Geographical Lore of the Tirne of the Crvsades. A Study in
the Histoty ofMedieval Science and Tradition in Western Europe, New York 1965, bls.
229-230.'
I24