Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 112
GOTTSKALK Þ. JENSSON
Víetnam. Asgeir telur að Sófókles, áhorfendumir, sjálfir guðimir og
réttlætið sé á bandi Antígónu: „hún vinnur skíran sigur og bjartan með
dauða sínum“. A hinn bóginn telur hann Kreon vera leiðtoga sem í upp-
hafi virðist bera hag ríkisins fiTÍr brjósti, en þegar á h'ði leikinn verði
ljóst hvern mann hann hefur að geyma þegar hann „re\nir að fela ein-
ræðishneigð sína og hrottaskap undir grímu fagur\nða ... [í] raun og vem
fyrirlímr hann þegna sína alþýðuna af heilum hug og hefur hið mesta
ógeð á áhrifum kvenna“.
Undantekningin frá reglunni í skrifum um þessa sýningu er grein
Halldórs Þorsteinssonar, í Tímanum 9. janúar 1970, en þar er nánast
engin pófitísk skírskotun, ef frá er talið að gagnrýnandinn beinir á ein-
um stað athyglinni að hinum tragíska kór Antígónu, sem hann h'kir við
ógagnrýna fjölmiðla: „Hann stendur lengsmm álengdar eða utangátta
eða jafnvel eins og þægur jákálfur á mála hjá voldugum f]ölmiðlara“. Ef
til vill hefur Halldóri þótt nóg vera sagt um póhtík í umfjölluninni um
sýninguna.
Ef til vill skipti það máli fyrir aðdáunina á uppreisn Antígónu, hins
„stórfenglega uppreisnarmanns“, að mönnum vom í fersku minni ýmsar
uppákomur sem þær Róska (Ragnhildur Oskarsdóttir) og Birna Þórðar-
dóttir höfðu staðið fýrír til þess að mótmæla stríði Bandaríkjamanna í
Víetnam. I nóvember 1969 höfðu þær troðið upp utan dagskrár á hátíð
til heiðurs Halldóri Laxness í Háskólabíói vegna 50 ára útgáfuafmælis
Barns náttúrunnar. Fyrst færðu þær Halldóri blómvönd og síðan stillti
Róska sér upp með alpahúfu á höfði og breiddi úr fána þjóðfrelsisfylk-
ingar Víetnams á meðan Bima hélt ræðu og gagnrýndi stuðning ís-
lenskrar borgarastéttar við stríð Bandaríkjamanna í Víetnam.1 Þeir sem
hlustað hafa á upptökur frá þessari hátíð segja að eftirminnilegastur sé
tryllingurinn í ffamíköllum hinna virðulegu gesta hátíðarinnar sem
reyndu allt hvað þeir gátu til þess að þagga niður í Birnu. I annað skipti
höfðu þær stöllur ásamt félögum sínum í Fvlkingunni komist inn í sjón-
varpsstöðina í NATO herstöðinni í Keflavík og málað linsur m\ndavél-
anna rauðar og stöðvað þannig útsendingu mn tíma. Mótmæli Rósku og
Birnu vom pólitískir gjörningar og einskonar „vemleikaleikhús“ svo sem
glöggt má sjá af kvikmynd í fullri lengd sem Róska gerði sumarið eftir á
Italíu vmdir heitinu Uimpossibilita di recitare Elettra Oggi („Ómögulegt er
17 Hjálmar Sveinsson 2000, bls. 175.
I io