Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 159
EFTTRMALI UM STYRINGARSAMFELOG
I. Saga
Michel Foucault tengdi ögimarsamfélög átjándu og nítjándu öld; þau ná
hátindi sínum við upphaf tuttugustu aldar.1 Starf þeirra snýst um að
skipuleggja meginstaði innilokunar. Einstaklingar eru á linnulaustun för-
um frá einum innilokunarstað í annan sem hver lýtur eigin lögum: Fyrst
er fjölskyldan, síðan skólinn („þú ert ekki lengur heima hjá þér“), síðan
herbúðimar („þú ert ekki lengur í skólanum“), þá verksmiðjan, spítahnn
stöku sinnum og kannski er fangelsið skýrasta mynd innilokunarstaðar-
ins. Fangelsið er hinum f)TÍrmynd: Þannig hrópar kvenkyns söguhetjan í
Enropa 51 þegar hún sér verkamennina: „Eg hélt þeir væm dæmdir fang-
ar Foucault hefur greint grunnvirkni innilokunarstaðarins en verk-
smiðjan sýnir hana ágædega. Þessi virkni tengir allt saman, setur hvem
hlut á sinn stað, skipuleggur tímann og í þessu tímarými býr hún til ff am-
leiðsluafl sem er stærra en summa einstakra krafta þess. En Foucault vissi
einnig hversu skammlíf þessi fyrirmynd var: Hún tók við af einvaldssam-
félögum sem eiga sér allt annað markmið og starfsvettvang (heimta hlut af
ffamleiðslunni í stað þess að koma kerfi á hana, dæma til dauða í stað þess
að skipuleggja h'fið). Þessi umskipti gerðust smám saman og Napóleon
virðist hafa knúið ffam umbreytinguna úr einni samfélagsgerð í aðra.
Ogunin \fkur síðan fýrir nýjum öflum sem smám saman festust í sessi og
komust á verulegt skrið á árunum efdr síðari heimsstyrjöldina: Þá vorum
við ekki lengur í ögunarsamfélögum, við höfðum skilið við þau.
\fð erum stödd í miðju allsherjarhruni allra innilokunarstaða: Fang-
elsa, sjúkrahúsa, verksmiðja, skóla, fjölskyldunnar. Fjölskyldan er „inn-
rétting“2 sem er í kreppu eins og allar aðrar innréttingar, þær sem til-
hevæa menntun, starfi og svo ffamvegis. Viðeigandi ráðherrar eru sífellt
að kynna endurbætur sem allar eiga að vera nauðsynlegar. Endurbætur í
menntakerfinu, endurbætur í iðnaði, á sjúkrahúsum, hernum, fangelsum
þótt allir viti að þessar stofnanir hafi að mestu runnið sitt skeið á enda.
Nú þarf aðeins að líkna þeim í dauðastríði þeirra, sjá til þess að fólk hafi
1 [Þýð.: Hér er þýddur kaflinn „Post-scriptum stu- les socieétés de contróle" (bls.
240-247) í bók Deleuze, Pourparlers. 1972-1990., Les éditions de Minuit, 1990;
upphafl. í L'autre journal, 1. maí 1990. Einnig var stuðst við enska þýðingu Martins
Joughins í Negotiations 1972-1990, Columbia University Press, 1995.]
: [Þýð.: „Innrétting“ er þýðing á „intérieur“. Gömul merking orðsins jafngildir nú-
tímamerkingu „verkstæðis“, sbr. „innrétnngar“ þær sem Skúli fógeti reisti í Reykja-
vík á 18. öld.]
07