Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 106

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 106
GOTTSKALK Þ. JENSSON is vegna þess að hann telur eina kenningu eða sjónarhorn afdráttarlaust hærra og yfirsterkara öðrum, en það sem hér um ræðir er ekki bara sið- ferðileg einhyggja heldur kenning um algildi eða alræði ríkisins. Vissu- lega tekst Kreon ekki ætlunarverk sitt að breyta Þebu í útópískt ríki, honum snýst hugur þegar hann skilur að hann hefur eyðilagt það sem honum er kærast. En í miðjum átökum leiksins lætur hann stjórnast af draumi sem kalla mætti útópískan, sé hugtakið útópía á annað borð not- hæft í umfjöllun um raunveruleg ríki og samfélög, ekki bara hugsmíðar og fantasíur um fjarlæga staði í rúmi eða tíma. Þegar Antígóna Sófóklesar er lesin á þennan hátt með hliðsjón af Ut- ópiu Thomasar More og fyrirlestri Hegels um heimspeki trúarinnar, virðist leikritið fjalla um þá eiginleika þegna ríkisins sem gera útópíur ómögulegar í framkvæmd. Utópískum hugsuðum eins og Platoni og More hættir til að flokka þessa eiginleika til takmarkana, til ófullkomn- unar, en More gerir sér að minnsta kosti litlar vonir um að uppræta ófullkomnun mannsins og þar örlar hjá honum á skilningi á nauðsyn þess að stilla valdi ríksins í hóf. Sófókles lýsir þeim lamandi áhrifum á framgang ríkisins sem „and-ríkislegir“ eiginleikar þegnanna geta haft og þjappar þeim saman í kvenpersónunni Antígónu, sem eins og aðrar kon- ur í forngrísku samfélagi á enga viðurkennda hlutdeild í stjórn ríkisins. Eins og tragedía hans sýnir eru það ekki öfl utan ríkisins heldur innan þess — öfl sem reynt er að bæla og halda í skefjum — sem takmarka vald þess. Hegel dregur athyglina að árekstri í leikriti Sófóklesar milli rétt- lætis og siðferðis í skilningi ríkisins annars vegar og hins vegar sömu gilda eins og þau horfa við ffá sjónarhóli fjölskyldu, trúarsafhaða og innra tilfinningalífs, til þess að sýna að hið algilda réttlæti og siðferði verði til sem málamiðlun þessara andstæðu viðhorfa. Þannig tekst Heg- el að afnema algilt réttlæti og siðferði og bjarga því í senn. Ef það er rétt sem hér hefur verið haldið fram að Antígóna Sófóklesar sviðsetji afleiðingar þess að stjórnmálamaður reyni að framkvæma drauminn um hið fullkomna ríki, má kannski nota viðtökur sýninga á henni sem mælistiku á gengi útópískrar hugsunar á hverjum tíma. Sag- an af hetjudauða Antígónu og þjáningarfullri lexíu Kreons hefur ekki síst heillað áhorfendur og lesendur á tutmgusm öld. Frægar uppfærslur hafa einkum líkt Kreoni við harðstjóra og einræðisherra aldarinnar. A fimmta áratugnum nomðu Bertold Brecht og Jean Anouilh báðir Antígónu sem tákn fyrir andóf gegn fasisma. Kreon Brechts á greinilega að minna á 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.