Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 50
BRYNDIS VALSDOTTIR
inu. Sá veruleiki er jafnframt 3. stigs möguleiki á að barn fæðist. Við
segjum þá ekki að kymfrumur séu möguleg börn, heldur að fósturvísir
sem hefur fest sig í leginu sé mögulegt barn.
Ef við yfirfærum þessa hugmynd á gildi, mætti segja að í stað þess að
þróun úr afstæðu gildi yfir í eigingildi/manngildi sé stig\-axandi, sé hún
ffernur í þrepum. Þegar fósturvísir festist í leginu hafi haim öðlast
manngildi, ekki fullkomið manngildi heldur sti gx’axandi. Rétt eins og
möguleikar stærðffæðings á að reikna geta verið mismiklir eftir aðstæð-
um eða hversu hæfur hann er, getur líka verið stigsmunur á manngild-
inu. Sjö mánaða fóstur hefur þá minna manngildi en móðirin. Verði
læknir að velja á milli þess að bjarga barni í fæðingu eða móður þess, er
líf móður almennt talið hafa meira gildi.
Hvers konar gildi hefur fósturvísirinn þá á fyrstu dögunum?
Mér sýnist að á þeim tíma hafi hann gildi afstætt við eigendur hans og
þá í samræmi við fyrirætlun þeirra og aðstæður. Stundum ff jóvgast egg í
líkama konu en fósturvísirinn deyr áður en nokkur vimeskja verður til
um þessa atburði. Sumum kann að virðast atburðurinn vera skaði/tjón
en öðrum ekki og hæpið að álykta að hinum síðarnefndu skjátlist endi-
lega í þeirri afstöðu. Með öðrum orðum, á þessu stigi xárðist mér fóstur-
vísirinn ekki hafa gildi án tillits til þeirra sem standa að honum, öfugt við
fóstur eða barn.
Það þýðir hinsvegar ekki að okkur leyfist að fara með fósturvísi á
hvaða hátt sem er, hann hefur þá lágmarkssiðferðisstöðu að ekki er við
hæfi að fara illa með hann, til dæmis á rannsóknastofu. Hann er mennsk-
ur og ekki skal meðhöndla hann eins og um dautt efni sé að ræða, held-
ur af virðingu. Tilgangurinn skiptir máli í þessu samhengi. Þegar lengra
er komið í þroskaferlinu, eins og þegar barn er í þann mund að fæðast,
hefur það hinsvegar öðlast manngildi og móðir gæti þá ekki skipað svo
fyrir að þetta barn yrði deytt, vegna þess að aðstæður hennar hafi breyst
til hins verra eða að slíkt þjóni einhverjum göfugum tilgangi.
Það má líka líta svo á að tímapunkturinn skipti máli við mat á gildi í
öðru tilliti. Það er í þeim skilningi sem manneskja horfir um öxl. Ef hún
hefur manngildi í dag þá felur það í sér að allt ferlið sem hún hefur geng-
ið í gegnum á leiðinni er verðmætt. Burtséð ffá öllu mati, þá má líta svo
á nú að fósturvísirinn minn hafi haft gildi í sjálfum sér þá. En hann hafði
það ekki þá. Hann hefur þetta gildi í Ijósi þess sem fylgdi í kjölfarið.
Þessu má líkja við það þegar litið er urn öxl í farsælum ástarsamböndum.
48