Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 144
MICHEL FOUCAULT
trúarsamfélög sem Englendingar stofhuðu í Ameríku í ftTsm bylgju
nýlendtmámsins á 17. öld ogvoru fullkomin sem hinn staðurinn.
Eg er einnig að hugsa tun þær makalausu nýlendur jesúítanna sem
stofnaðar voru í Suður-Ameríku: Undraverðar nýlendur í algjörlega
föstum skorðum, sem náðu mannlegum fullkomleika. Jesúítamir í
Paraguay byggðu upp nýlendur þar sem hver einasti þáttur tilverunnar
var reglubundinn. Þorpinu var skipað niður samkvæmt hárnákvæmu
skiptdagi umhverfis rétthyrnt torg, en við enda þess stóð kirkjan; við
aðra hhð þess stóð skóhnn, við hina kirkjugarðurinn, og á móti kirkjunni
opnaðist síðan breiðgata sem var skorin homrétt af annarri. Hver fjöl-
skylda átti lítinn kofa við þessar tvær umferðaræðar og þannig var hægt
að endurframleiða tákn Krists af nákvæmni. Þannig gat kristnin merkt
rými og landafræði hins ameríska heims með mikilvægasta tákni sínu.
Hversdagsh'fi einstaklinganna var ekki stjómað með blístri, heldur af
klukknahringingu. Allir þurftu að vakna á sama tíma, allir b\Tjuðu að
vinna á sama tíma. Máltíðimar vom bornar ffarn á hádegi og klukkan
fimm, síðan var gengið til náða og á miðnætti kom það sem kallað var
hjúskapamppvakningin, þ.e.a.s. þegar klausturklukkan hringdi gerði
hver og einn skyldu sína.
Vændishús og nýlendur, þetta em tvö öfgadæmi heterótópíunnar og
ef þið hugleiðið að lokum að báturinn er brot úr rými sem flýtur um,
staður án staðar sem lifir eigin hfi, staður sem er lokaður en imi leið á
valdi óendanlegs hafsins og fer, ffá einni höfn til annarrar, frá einu kráar-
randi til annars, ffá einu vændishúsi til annars, alla leið til nýlendnanna
í leit að því verðmætasta sem þær hafa að geyma í görðum sínmn, þá
skiljið þið hvers vegna báturinn hefur, frá 16. öld ffam á okkar daga, ekki
aðeins tvímælalaust verið mikilvægasta tækið í efnahagslegri þróun sið-
menningar okkar (ég hef ekkert talað um þetta), heldur jafnframt mikil-
vægasta griðland ímtTidunaraflsins. Skipið er hin fullkomna heterótópía.
I siðmenningu án báta ganga draumarnir til þurrðar, þar koma njósn-
irnar í stað ævintýrisins, lögreglan í stað sjóræningjanna.
Benedikt Hjartarson þýddi
H2