Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 84
BEN’F.DIKT HJARTARSONT
það.28 Með sama hætti og Foucault leitar að flóttaleiðum innan eftdrhts-
kerfa nútímans í heterótópíum, leitast fjöldi ffæðimanna á þessum tíma
við að greina þá tækni sem alþýðan beitir við að skapa sér rými innan
hins borgaralega skipulags. Hún breytist úr hlutlausum net'tendum í
„notendur“29 sem laga menningarlegt umhverfi sitt að eigin þörfum.
Þetta á ekki síst við um borgarskipulagið. Þótt „heild borgarinnar sé
krökk af táknlyklum sem notandinn hefur ekki stjóm á“ finnur hann
„ávallt leiðir til að skapa sér staði þar sem hann getur dregið sig í hlé“.30
Gagnrýni borgarskipulagsins er einkum beint að þeim kenningum sem
kenndar era við „fúnksjónalisma“, en þær höfðu það markmið að rök-
væða opinbert rými og samgöngukerfi borgarinnar, \ innuskilyrði nú-
tímaþjóðfélagsins og einkarými og hversdagslíf þegnanna. Gagnrýn-
endur hversdagslífsins leitast ekki aðeins \ið að afhjúpa þá forsjárhyggju
og jafnvel alræðishyggju31 sem þeir telja felast í slíkum hugmyndum.
Þeir fullyrða ennffemur að það ætlunarverk fúnksjónalismans að skapa
kerfi er gerði kleift að „rækta anda og líkama mannsins“3: hafi verið mis-
heppnað ffá upphafi, vegna þess að það hafi aldrei náð inn í einkarými
hans. Tafið er að þrúgandi tilraunir funksjónalismans til að rökt æða líf
þegnanna hafi knúið þá til að leita undankomuleiða ffá þeim eftirhts-
kerfum33 sem áttu að tryggja reglufestu borgarskipulagsins. Af þessum
sökum er komist að þeirri niðurstöðu að fúnksjónalisminn hafi í rami
28 H. Lefebvre. „Introductíon á la psycho-sociologie de la \Je quotídienne" (1970) bls.
89-107. Meginrit Lefeb\Tes um þetta efni, Gagnrýni hversdagsltfcins, hefur að ge\rna
hugleiðingar hans yfir rúmlega þrjátíu ára tímabil (1947-1981).
29 De Certeau ræðir í þessu tilliti ýmist um „pratiquant“ eða „usager“ (1979) bls.
24-26.
30 P. Mayol (1980) bls. 18.
31 Sem lýsandi dæmi um það hversu stutt skref er ffá borgarskipulagningu „fiínksjón-
alsimans“ til pólitískrar alræðishyggju er oft vísað til bókar franska arkitektsins Le
Corbusier um Geislahorgina (fr. La Ville radiensé) ffá árinu 1935, en hún var tileink-
uð sjálfu lögmáli „Yfir\aldsins“ (,,l’Autorité“). Ennffemur er oft vísað til þess að Le
Corbusier leitaði til ólíkra alræðissinnaðra júrvalda í því skyni að geta hrint hug-
myndum sínum í ffamkvæmd, fyrst til yfirvalda í Sovétríkjunum, síðan til Mussolini
og loks til ffönsku „leppstjórnarinnar" á hersetutímanum (s.k. Vichy-stjórnar), þótt
ekki hafi þær samningaumleitanir skilað árangri. Sjá: R. Eaton (2001) bls. 203-205.
32 Sjá: Le Corbusier (1984).
33 Bæði Lefebvre og de Certeau ræða í þessu samhengi um „quadrillage“. Hugtakið
vísar í senn til þess „rúðumynsturs" sem einkennir borgarskipulag fúnksjónalismans
og hernaðaraðgerða þar sem komið er upp eftirlitsstöðvum til að fylgjast sem ná-
kvæmastmeð ferðum ogathöfnum þegnanna. Sjá nánar: B. Rigby(1991) bls. 36-37.
82