Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 142
MICHEL FOUCAULT
sem einkennir missi hrrir einstaklinginn og með þessari hálfgildings ei-
lífð þar sem endanlegt hlutskipti hans er upplausn og hvarf.
I þjóðfélagi eins og okkar mynda heterótópíur og heterókrómur yfir-
leitt ffemur flókna skipan og tengsl. I fyrsta lagi eru til heterótópíur þar
sem tíminn safhast stöðugt upp, svo sem lista- og bókasöfh. Lista- og
bókasöfiiin eru nú heterótópíur þar sem tíminn hættir ekki að hrannast
upp og hreykir sér á sínum hæsta tindi. Fram á 17. öld, allt ffam undir
lok 17. aldar, voru lista- og bókasöfhin hins vegar tjáning á persónulegu
vah. Hugmyndin rnn að safha öllu, að koma upp einskonar allsherjar
skjalageymslu, viljinn til að varðveita á einum stað alla tíma, öll tímabil,
öll form, allan smekk, hugmyndin um að koma upp stað allra tíma, sem
stendur sjálfur utan við tímann og er ónæmur fyrir tönn hans, það verk-
efhi að skipuleggja einskonar stöðuga og óskilgreinda uppsöfiiun tímans
á óhagganlegum stað, allt þetta tilheyrir aftur á móti nútírna okkar.
Lista- og bókasafnið eru heterótópíur sem einkenna vestræna menningu
19. aldar.
Andspænis þessum heterótópíum, sem eru tengdar uppsöfnun tímans,
eru til heterótópíur sem eru þvert á móti bundnar við hið fánýtasta,
skammvinnasta og hverfulasta í tímanum í mynd hátíðarinnar. Þessar
heterótópíur eru ekki eilífar, heldur algjörlega bundnar í tíma. Dænú mn
slíkt eru sýningarsvæðin, þessar undraverðu og eyðilegu staðsemingar á
útjaðri borganna sem fyllast einu sinni eða tvisvar á ári af skálum,
sýningum, fjölskrúðugum varningi, glímuköppum, konum með snáka og
spákonum. Nýverið fundu menn einnig upp nýja tegund heterótópíu
sem er bundin í tíma, það eru orlofshúsabyggðimar: Þessi pólýnesísku
þorp sem bjóða borgarbúunum upp á frumstæða og eilífa nekt í þrjár
stuttar vikur. Þið getið ennff emur séð að í gegnmn þau tvö afbrigði het-
erótópíunnar sem mætast hér í uppsöfhuðum tíma, hátíðina og eilífðina,
öðlast strákofarnir í Djerba skyddleika við bóka- og listasöfhin, þ\a þeg-
ar menn endurheimta hið pólýnesíska líf þá fella þeir tímann úr gildi, en
um leið er tíminn endurheimtur, ger\Töll mannktmssagan nær aftur til
uppsprettna sinna líkt og í stórfenglegri hugljómun.
Lögmál fimm. Heterótópíurnar fela ávallt í sér kerfi opnunar og lok-
unar sem í senn eingangrar þær og opnar leiðir inn í þær. Yfirleitt leyfir
staðsetning heterótópíunnar ekki að menn gangi inn og út að vild. Menn
eru ýmist þvingaðir inn í hana, líkt og í tilfelli herbúðanna og fangelsis-
ins, eða þeir verða að ganga í gegnum helgiathafnir og hreinsanir. Alenn
140