Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Síða 150
ROBERT NOZICK
stök í S væru íbúar fremur en stök í A. Því að ef slíkt undirmengi, S, væri
til, þá mtmdu stökin í því segja sig úr A og stofna sín eigin samtök.-'
Setjum svo að þú, lesandi góður, værir talsmaður allra skynsemisvera
(nema mín) í heimi sem ég hefði upphugsað og skapað. Akvörðtm þín
um að vera áfram í mínum samtökum Ai eða stofna þín eigin samtök Ai’
sem hafa sömu íbúa og A] að mér undanskildum er þá sama ákvörðun og
ákvörðtmin um hvort leyfa skuli mér að ganga í samtökin Aj’ sem þið
hafið sett á fót og þar sem ég fengi nákvæmlega sama hlutverk í hinu
nýstækkaða Aý og ég hafði í A,. Sama lykilatriðið ræður úrslitum í báð-
um tilfellum, það er hvort þið hafið það betra með mér eða án mín. I
3 Ef við ætluðum okkar að rannsaka þetta efni í smáatriðum, þyrftum við líka að velta
fýrir okkur hvort ekki væri hugsanlegt mengi S sem væri þó áfram í A vegna þess að
einstaklingunum í S tækist ekki að koma sér saman um einhverja tiltekna skiptingu
gæðanna sín á milli, eða hvort ekki mætti hugsa sér ijölmargar tegundir af S, þar sem
margvísleg samskipti og flækjur á milli einstakhnganna (í hvert þeirra ætti rnaður að
ganga?) verða til þess að þeir kjósa allir að vera áffam í A.
Þetta ástand tengist kjama (e. core) leiks. Tilteldn skipting (e. allocation) er stöðv-
uð af bandalagi S ef önnur dreifing á meðal þátttakenda í S er hagkvæmari fi’rir þá
alla og sem þátttakendur í S geta kornið í kring óháð afskiptum annarra. Kjarni í leik
em þá allar gerðir skiptingar sem ekld hafa verið stöðvaðar af neinu bandafagi. I
hagkerfi er kjaminn nákvæmlega þær skiptingar milli neytenda sem em þannig að
ekkert undirmengi neytenda geti bætt stöðu einstaklinganna með því að dreifa eig-
in gæðum upp á nýtt sín á milli óháð öðrum neytenduin í hagkerfinu. Sú afleiðing
er léttvæg að allar kjarnaskiptingar séu hagstæðastar miðað við lögmál Paretos (e.
Pareto-optimaT) en áhugaverð kenning að hver einasta jafnvægisskipting samkeppn-
ismarkaðar sé í kjamanum. Ennffemur er til einhver sá samkeppnismarkaður sem á
við allar dreifingar sem em hluti af kjama og stuðlar að því að tiltekin upphafsskipt-
ing gæða muni leiða af sér jafnvægisskiptingu.
Um þessar niðurstöður, með örh'tið breyttum sldlyrðum til að sanna kennisetn-
ingar, sjá Gerard Debreu og Herbert Scarf 1963, „A Limit Theorem on the Core
of an Economy", Intemational Economic Revietv, 4, 3. hefti; Robert Aumann 1964,
„Markets with a Continuum of Traders“, Econometrica 32. Einnig (um nægjanleg
skilyrði þess að kjarninn sé ekki tómt mengi) Herbert Scarf 1967, „The Core of an
N-Person Game“, Econometrica, 35. Þessar greinar hafa leitt af sér gríðarmildl skrif
um þessi efni. Sjá Kenneth Arrow og Frank Hahn 1971, General Competitive Analys-
is (San Francisco, Holden-Day). Þar sem kjarnahugtak það sem þeir nota er augljós-
lega miðpunktur í besta-heims aðstæðum okkar skyldi maður ætla að niðurstöður
líkar niðurstöðum þeirra ættu að finnast í okkar tilfelli. Safnrit með ýmsu nytsam-
legu og athyglisverðu efni sem skiptir máli um líkan mögulegra heima er Gerard
Debreu 1959, Theory ofValue, (New York, Wiley). Því miður er líkan okkar um
mögulega heima á margan hátt flóknara heldur en þau líkön sem rannsökuð eru í
greinum þessum og því er ekki við því að búast að hægt sé að beita niðurstöðum
þeirra beint og þegar í stað.
148