Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 123
FYRIRMYXDARSAMFELAGIÐ ISLAND
óþekkt jaðarsvæði, eins og þýski fræðimaðurinn Julia Zernach og fleiri
hafa bent á.10 Island miðalda varð Hellas Norðnrsins, samfélag líkamlegra
og andlegra yfirburða í anda hellemskrar gullaldar þar sem kjami alls
hins besta hjá hinum germanska kynstofni birtist. Aþena og Sparta end-
urfæddust í þeirri mynd sem var dregin upp af Islandi miðalda á 19. og
fyrri hluta 20. aldar. Imyndin var byggð á Islendingasögnm og öðmm
miðaldaritum landsmanna en þessi verk höfðu smám saman verið þýdd
á dönsku, þýsku, ensku, frönsku og fleiri ttmgumál, fyrst að einhverju
marki á 18. öld en með vaxandi þunga allt fram á fyrri hluta 20. aldar
þegar flestar sögumar vora gefnar út í Þýskalandi á vegum Diedrichfor-
lagsins.11
Samkvæmt lýsingum þeirra sem fjölluðu um Island miðalda og Islend-
ingasógar á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar vora þess engin
dæmi að svo göfugt fólk hefði safnast saman á einum stað, og síðar
myndað þjóðarheild, aðallega norrænir menn en líka 12% Kelta, án þess
þó að eyðileggja hina germönsku eðlisþætti, eins og Reinhard Prinz hélt
fram í riti sínu, Das unbekannte Island, sem kom út í Berlín árið 1935.
Þessu fólki hefði tekist að skapa menningararf og frásagnarlist sem hæst
bæri í gervöllum menningarheimi Germana.12 Litið var svo á að Islend-
ingasögur gæfu hina einu réttu mynd af mannlífi á Islandi á f\Tri tíð, ung-
ir menn fóru í víking, vinsælustu íþróttir voru hestaat og aflraunir, sverð-
ið og öxin fylgdu hverjum frjálsum manni, veislur voru haldnar þar sem
gestir skiptu hundruðum, níðingsverka var hefnt grimmilega. Island
miðalda var hetjuheimur, þar sem andlegir yfirburðir og líkamlegt at-
gen'i fóru saman.
Aðdáendur Islands á þessum tíma velktust ekki í vafa um að margt
væri breytt á Islandi samtímans, samanborið við gullöldina, en enn varð-
veittu Islendingar þó mörg hin sömu einkenni og forðum og voru því
enn efniviður í fyTÍrmyndarsamfélag. Þetta átti meðal annars við um
ýmsa rithöfunda sem létu að sér kveða innan Þriðja ríkisins. Þeir voru
sannfærðir um að með nýfengnu frelsi Islendinga yrði gjörbreytáng í
landinu og hinir kvnhreinu landsmenn næðu aftur fornri frægð. Þetta
10 Zemach, Julia, Geschichten aus Tbule. Islendingasögur in Ubersetzungen deutscher
Germanisten, Berlín 1994, bls. 1 og víðar.
11 Sjá m.a.: Oskar Bjamason, „Þegar íslendingar urðu forfeður Þjóðverja. Eddur, Is-
lendingasögur og þjóðmenntastefna Diederichsforlagsins 1911-1930“, Skímir 173.
ár, vor 1999, bls. 53-88.
12 Prinz, Reinhard, Das Unhekannte Island, Berlín 1935, bls. 41, 81.
12 I