Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 32

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 32
ULFHILDUR DAGSDOTTIR að fela varahlutina á búunum, en þegar nokkrir þeirra sleppa - og gera þar með uppreisn - með hjálp ráðagóðs vélmennis og ráðsmanns, sem er aðalhetja sögunnar, kemur hinn yfirvofandi dauðleiki berlega í ljós og allt verður vitlaust. Tvífaraminnið er náskylt varúlf- aminninu, en varúlfurinn er einmitt eitt af þeim skrýmslum sem er næsta ósigranlegt í krafti þess að hafa innlimað annan líkama í sinn eiginn. Varúlfurinn er galdramaður sem tekur á sig gervi dýrs, hann skiptir um ham. Ymist gerir hann það bókstaflega, til dæmis breytist í úlf eða hann skilur líkama sinn eft- ir með hjálp einskonar yfirfærslu. Þá sendir hann út fylgju sína, ham- inn, sitt annað sjálf, sem annað- hvort tekur á sig form dýrs, eða „tekur yfir“ dýrið: Þetta kallast að fara hamförum. Sá sem er í slíkum ham er, eins og við þekkjum af sögum af berserkjum, illviðráðanlegur, á hann bíta vopn illa og oftar en ekki fylgir reynslunni ákveðin end- urnýjun. Sár varúlfsins gróa sérlega vel og mannslíkaminn - sem tekur hamskiptum - styrkist oftar en ekki, öðlast nýjan kraft, yngist jafnvel.24 Þessi hæfileiki til endurnýjunar er tengdur tunglinu, en varúlfurinn er vinur tunglsins - þó goðsögum og bandarískum kvikmyndum beri ekki saman um áhrif þess. 24 Sjá t.d. nóvellu Robert Luis Stevensons, The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde (1886), en umbreyting hins miðaldra læknis Jekylls í mun yngri herra Hyde hefur verið séð í samhengi við varúlfaminnið. Þrátt fyrir að varúlfurinn sé fremur illsær- anlegur en ódauðlegur samkvæmt mýmnni hefur sá hæfileiki breyst í ákveðinn ódauðleika í afþreyingarmenningarafurðum, bæði skáldsögum og kvikmyndum. Sjá um varúlfa: Montague Summers, The Werewolf London, Kegan Paul, Trench, Trubner and Co., LTD. 1933., Ian Woodward, The Werewolf Delusion, New York and London, Paddington Press Ltd. 1979, og Adam Douglas, The Beast Within, London, Chapmans 1992. Sextdndualdar útskurðarmynd eftir Lucus Cranach. Varúlfurinn birtist hér í mannsltki og eftir að hafa sundrað fjölskyldunni flýr hann með gómsætasta bitann í kjaftinum. En varúlfar líkt og nomir voru almennt álitnir sérstaklega hrifnir af bamaáti. 3°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.