Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 59
THOMAS MANN hljóðfærasmiður með safn af hljóð- færum kringum sig, móðir hans mjög gefin fyrir tónlist, suðræn týpa, dökk- hærð. Adrian fæddist nálægt Kaiser- sachsen í Miðþýzkalandi á sömu slóð- um og Nietzsche, Luther og mörg þýzk tónskáld, með rætur aftur til þýzkra miðalda, og leggur höfundur áherzlu á að sýna að Kaisersachsen beri enn öll einkenni myrkra miðalda. Adrian erfir frá föður sínum hneigð til hins dulræna og tónlistargáfu frá móður sinni. Einkenni hans frá bernsku er metorðagirnd. Hann er einrænn og dulur, lætur ekkert uppi um sjálfan sig. Hann leggur sig á laun eftir tón- list, og seinna fær hann tónlistarkenn- ara sem líturá hljómlist sem hið æðsta í heimi og brýnir Adrian mjög til að helga sig henni. Vinur Adrians og skólabróðir, Serenus Zeitblom, er þess fullviss að hann velji sér tónlist að námsgrein í háskóla, en öllum til undrunar velur hann guðfræði og hneykslar með því ekki sízt tónlistar- kennarann sinn gamla. Vinur hans hefur þann grun að hann velji sér hana af metorðagirnd. Sjálfur segist hann hafa farið út í guðfræði til að auðmýkja sig, færa sig í gaddakyrtil, og hann lýsir ótta sínum við tónlist- ina. telur sig „slæman mann“ sem „ekki eigi neina hlýju“. ekki heldur þá „grófgerðu einfeldni“ sem til þess þurfi að vera listamaður. I guðfræð- inni er hann að sjálfs sín dómi ekki fjarri tónlistinni, því að hann skoðar hana sem dulkynjað samband guð- fræði og stærðfræði. I guðfræðinni leggur hann enga stund á annað en það sem honum sjálfum sýnist, „vildi í rauninni ekkert vita, ekkert sjá, í sannleika ekki reyna neitt og sízt nokkra raunverulega hluti eða stað- reyndir“. Svo fer að hann gerist tón- smiður, enda telur kennarinn hans gamli honum trú um að maður með þeim hæfileikum sem hann lýsti hjá sér sjálfur væri tilvalið tónskáld nú á dögum, en Adrian hafði spurt hann hvort maður „með jafn örvæntingar- fullt hjarta“, jafn „sneyddur hlýju, samúð og ást“, annað eins „hund- spott“, „mannfælinn“ með „andúð á heiminum“, geti verið listamaður. Frá bernsku þjáist Adrian af höfuð- verk, og fylgir honum þreyta og ógeð á öllu. Á háskólaárunum kemur fyrir hann það atvik (hið sama og Nietz- sche!), að hann sýkist af vægum syf- ilis. Oðrum þræði er það skýring á geðbilun hans síðar og þróun hans á listabrautinni, sem þó er allt samofið eðli hans og lífsstefnu frá upphafi. Höfuðeinkenni eðlis hans er kaldlynd- ið. Það er kalt í kringum hann. Eink- um eftir að hann sýkist er augnaráð hans „þögult, skýjað, fjarlægt og hálf- móðgandi, en um leið íhugult og með köldum hryggðarblæ“. List hans ber framar öllu einkenni þessa kaldlvndis. Hún er honum ekki annað en tilraunir með form, að raða og skipa saman tónum á sem flóknastan stærðfræði- 249
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.