Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR framar til, svo listin verður brátt al- gerlega einmana, nema þá hún finni leið til „fólksins“, það er að segja, með órómantísku orðalagi: lil manns- ins“. í hverju er þá endurlausn listar- innar fólgin? Hver er sú leið sem henni ber að ganga? Adrian, og Zeit- blom að sínu leyti, eru látnir benda í áttina, og Thomas Mann gerir á öðr- um stöðum ljósari grein fyrir stefnu þeirri er fram horfi í málefnum lífs og listar. Adrian er látinn í játningu sinni undir lokin skynja í heiðu ljósi feril sinn allan, það „verk djöfulsins“ sem list hans hefur verið frá því hann seldi hinum svörtu öflum sál sína. Þar segir hann m. a.: „Sú er öldin að á einlægan óbrot- inn hátt, með beinum aðferðum, er ekki lengur fært að vinna neitt verk og listin óhugsandi orðin nema með fulltingi djöfulsins og vítisglóðir und- ir katlinum. Sannarlega, góðir félag- ar, sú staðreynd að listin haltrar og er orðin of erfið og hæðir sjálfa sig, að allt reynist of þungt í fangi, og guðs volaður maður sér enga leið fram úr nauðum sínum, er líklega sök aldarinnar. Bjóði hins vegar einhver djöflinum sem gesti inn til sín, í því skyni að ryðja sér braut með hans fulltingi, sá hinn sami leggur sál sína að veði og tekur sekt aldarinnar á sig, svo að bölvun eltir hann. Því að skrifað stendur: Verið heiðs hugar og vakið! Það er aftur á móti ekki á margra færi, því að í stað þess að hafa á því viturlega athugun, hvers þörf er á jörðu, svo að þar verði betra að lifa,. og vinna að því með skynsemd að í mannfélaginu komist á sú skipan, sem skapar aftur hinum fögru verkum lífs- grundvöll og heilnæmt andrúmsloft, hleypur maðurinn undan merkjum og gefur sig á vald djöfullegri hrifning- arvímu: þannig glatar hann sál sinni og er kastað á sorphauginn.“ I ritgerð um Nietzsche sem Thomas Mann skrifar um svipað leyti og hann semur Doktor Faustus (en Nietzsche er einmitt helzta fyrirmynd hans) seg- ir hann: „Vér höfum lært það af bölsögu hans allri og erum ekki lengur nógu miklir listdýrkendur til að óttast við- kenningu á hinu góða eða blygðast oss fyrir jafnóbrotin hugtök og leið- arljós sem sannleika, frelsi, réttlæti. í sjálfu sér tilheyrir hreinlistarstefnan (Ásthetizismus), þó að hinir frjálsu andar réðust í hennar nafni á borg- aralegt siðferði, sjálf hinu borgara- lega tímabili, og að þróast upp úr því er að hverfa frá listrænu skeiði yfir í siðgæðislegt og samfélagslegt. List- ræn heimsskoðun er blátt áfram óhæf til að ráða fram úr þeim vandamálum sem er hlutverk vort að leysa ...“ Með dómi yfir Adrian og Nietzsche fellir Thomas Mann samtímis dóm yf- ir sjálfum sér sem háþroskuðum full- trúa borgaralegrar listar. Hann liefur sjálfur fylgt þeim kenningum sem hann nú reynir að slíta úr brjósti sér, 256
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.