Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Qupperneq 23
OFAR HVERRl KRÖFU Hér kemur fram afstaða til fegurðarinnar sem er í samræmi við vinstrisós- íalískar skoðanir höfundar á þessum tíma. Og er þá hollt að minna sig á hvaða tímar það voru: Þýskaland er fullkomlega á valdi nasismans, á Spáni geisar borgarastríð, Stalín er einræðisherra Sovétríkjanna en kommúnistar hafa látið af íyrri einangrunarstefnu og hvetja til svonefndrar samfylkingar með sósíaldemókrötum. Halldór Laxness gengur að vísu ekki í kommúnista- flokkinn, en skipar sér í fylkingu Sovétvina, og annað bindi Heimsljóss, Höll sumarlandsins, er að miklu leyti skrifað meðan á fyrrnefndri Sovétdvöl stendur. Jafnvel þótt sótt hefðu á hann efasemdir um ágæti sovétskipulagsins hefur hann getað sótt sér styrk í þá réttlætingu samferðamanna stalínismans að þarna væri eina vörnin gegn yfirgangi nasismans og endanlegum sigri villimennskunnar. Hvert var hlutskipti skálda og fagurkera í svo grimmilega tvískiptum heimi? Voru þeir menn ekki fullkomlega utanveltu við allt sem máli skipti um örlög mannkyns, sem með orðum Halldórs um Gide litu „á mannlífið sem nokkurskonar spursmál um að rækta blóm sér til skemtunar" (Gerska æfintýrið, bls. 13)? Þetta er viðhorf sem jafngildir flótta frá mannlegu félagi. Slíka fegurðarþrá hafa þeir átt sameiginlega, franski fagurkerinn („þessi einræni höfundur smárra upplaga“, bls. 9) og íslenska alþýðuskáldið - að minnsta kosti í huga Halldórs þegar hann er að leggja drög að verkinu. Grimm gagnrýni á innantóma fagurdýrkun hefur af pólitískum ástæðum höfðað sterkt til Halldórs þegar hann skrifaði Heimsljós. í formála að erlendum útgáfum verksins sem Halldór skrifar löngu seinna (1955) leggur hann áherslu á tengsl verksins við tíðarandann: „Hér er aðeins um endurkast af þúsundáraríkinu þýska að ræða, hitlersöldin er baksýn bókarinnar, slíkur var tíðarandinn og þvílíkir þeir er sköpuðu hann“.5 Það fer heldur ekki á milli mála að enda þótt Halldór fylgi lífssögu og dagbókum Magnúsar Hjaltasonar oft furðu nákvæmlega, færir hann allt til í tíma; Magnús Hjalta- son lést 1916 en þjóðfélagslegar og pólitískar skírskotanir verksins eru allar til 4. áratugarins, einsog Peter Hallberg hefur rakið.6 Fyrstu drögin að verkinu benda eindregið til þess að það hafa verið hugsað í þessum pólitíska anda(„marxíska“ ef menn vilja). í fyrrnefndu skema yfir bókina er rætt um að þar skuli speglast skýrt andstæðurnar auðvald — verkalýður, og skáldið á að lenda í Nóvu-slagnum (á þá hliðstæðu bendir Hallberg raunar ekki). í annarri minniskompu kemur ffam að Höll sumar- landsins átti upphaflega að heita Fólk til sölu (Mk II). Það er annar blær yfir síðarnefnda heitinu, og má bæta því við að vinnuheitið yfír Ljós heimsins var „Yzta haf‘ (Mk I). í drögunum að Höll sumarlandsins er mikil áhersla lögð á þjóðfélagslega skírskotun, og höfundur minnir sig einatt á sín eigin TMM 1998:2 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.