Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 44
EYSTEINN ÞORVALDSSON fegurðarinnar sem Ólafur Kárason dýrkaði, en í lok hvers ljóðs hafa ógæfan og sorgin dunið yfir. Það er fegurðin og hin dramatísku endalok ástarinnar í lífi Ólafs Kárasonar sem virðast hafa hrifið Stein og í öllum ljóðunum túlkar hann á sinn sérstæða hátt þessa eilífu sögu um ferska og hreina ást og sorgleg afdrif hennar. Enn eitt af ljóðum Steins Steinars minnir á Heimsljós og reyndar líka á kvæðið Söknuð eftir Jóhann Jónsson en því lcvæði er einmitt ofið í skáldsög- una.21 Þetta kvæði Steins heitir líka Söknuður og einnig þetta ljóð getur túlkað hugarástand Ólafs Kárasonar þegar Vegmey yfirgefur hann. Síðustu nóttina þeirra reyna þau í vanmætti sínum að eygja leið til að lifa saman í hamingju. Ólafur setur allt sitt traust á Vegmeyju. Sjálfur er hann úrræðalaus og óraunsær en finnst að hún kunni ráð við öllu. Hún er veröld hans og von. Hann horfði á hana lengi um síðsumarsnóttina, eins og maður sem horfir á óslitna röð af sjónhverfíngum og getur ekki slitið augu sín fr á þeim, og fíngurgómar hans héldu áfram að leika um hin íbjúgu form. Seinast fyltust augu hans af tárum, hann sagði ég elska þig, og grúfði andlitið niður að barmi hennar.22 Kvæðið Söknuður eftir Stein byrjar svona23: Hin íbjúga veröld, sem hverfist í sjálfa sig, gaf mér sólskin eins dags og húm einnar nætur. Eklci verður ofsögum sagt af dálæti Steins á orðinu „íbjúgur“. Hér er það veröldin sjálf sem fær þessa lögun en hana má tengja stúlkunni, fegurð hennar og ást Ólafs, eins og að framan segir. Hin skammvinna hamingja vekur sársaukafulla spurn í huga Ólafs og á sér samsvörun í síðara hluta erindisins hér að ofan: Var þetta þá kanski lífið, að hafa elskað eitt sumar í æsku, og hafa ekki gert sér það ljóst fyr en það var liðið [...] 24 Eins og áður segir voru Vegmey og sólskinið nátengd í huga Ólafs enda „höfðu augu hennar sameinað alt sólslcin daganna“ [.. ,]25 og „húm einnar nætur“ tengist óhjákvæmilega upphafinu á sonnettu Ólafs: „Þú kysstir mína hönd í húmi um nótt [...]“ Ólafúr bíður árangurslaust eftir Vegmeyju; honum auðnast ekki að ná fundi hennar oftar og þá spyr hann sjálfan sig: 42 TMM 1998:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.