Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 49
HALLDÓR LAXNESS OG HÖFUÐSKYLDA RITHÚFUNDAR starfsmanna alþjóðlegs kommúnistatímarits sem gefið var út í Tékkóslóvak- íu, þeir vildu reyna að stunda skæruhernað gegn kreddufestu í Austur-Evr- ópu með aðstoð Halldórs.4 Það var reyndar heimsókn til annars lands í Austur-Evrópu, Póllands, sem nokkrum árum fyrr (1958) fékk Halldór Laxness til að bera fram aðra staðhæfingu um skyldur rithöfundarins. Hann fjallar í ferðapistlinum „Sjö furður Sléttumannalands“ um mál rithöfundarins Mareks Hlasko sem þá hafði hrakist úr landi eftir að skrifa „þjóðfélagsádeilu í smásagnaformi, nokkuð illvíga" og óskar þess að í Póllandi gleymist það ekki: að allt er gott meðan rithöfundar sinna þeirri frumskyldu sinni að gagnrýna þjóðfélagsástandið og stjórnina hver í sínu landi. Þegar rithöfundar hætta því, þá er betra að leggja frá sér pennann og hafa aungvar bókmentir.5 Ári síðar kemur svipuð hugsun fram í grein um skáldsögu sovéska skálds- ins Borisar Pasternaks Dr. Zhivago; þar segir Halldór Laxness á þá leið að ekki aðeins rithöfundi heldur og öðrum mönnum „í siðmentuðum þjóðfé- lögum“ sé bæði rétt og skylt „að vera vökull og opinskár gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar“.6 II Ekki er að undra þótt Halldór Laxness víki sjaldan orði að „frumskyldum" rithöfundar. Ekki aðeins vegna þess hve erfitt er að svara spurningum þar að lútandi í eitt skipti fyrir öll. Sjálft hugtakið skylda er ekki beinlínis aðlaðandi, það virðist í fljótu bragði eiga heima á næsta bæ við húsaga, kvaðir á þegna, undirgefni. Það rímar á móti réttindum í kaldrifjuðu lagamáli. Skyldan sýnist einatt bregða fæti fyrir fusan og frjálsan vilja. Það kostar átak að gefa henni jákvæðan hljóm og undirtektir. „Samlíðanin með Ástu Sóllilju á jörðunni“ er í Sjálfstæðu fólki kölluð „uppspretta hins æðsta saungs.“ Það segir sig sjálft að þá uppsprettu finnur enginn með því að gera sér hana að skyldu. En sem fyrr segir: Halldór Laxness hefur engu að síður gert nokkra grein fyrir sínum skilningi á títtnefndum skyldum rithöfundar og er ekki úr vegi að skoða það mál nánar. Það hljómar að vísu eins og sjálfsagður hlutur að rithöfundi sé skylt að skrifa eins og honum líst best sjálfum, en sú athugasemd er samt ekki sett á blað út í bláinn. Hún rímar einkar vel við margt sem Halldór lét fyrr og síðar frá sér fara um starf rithöfundarins, sem aldrei getur nógu vel gert, getur TMM 1998:2 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.