Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 51
HALLDÓR LAXNESS OG HÓFUÐSKYLDA RITHÖFUNDAR III Og svo er allt ónýtt, segir Halldór, nema rithöfundar gegni þeirri „frum- skyldu“ að gagnrýna þjóðfélagsástandið og stjórnvöld hver í sínu landi. Þessi staðhæfing fellur vissulega vel að útbreiddu siðferðilegu mati á fram- göngu einstaklinga í mannlegu félagi. Til dæmis því, að enginn maður geti leitt með öllu hjá sér stórmál og þá ekki síst rangindi, lygar og ofbeldi sinnar tíðar án þess að hann geri minna úr sjálfum sér en efhi standa til. Þetta eigi svo ekki síst við þá sem kunna með orð og rök að fara: rithöfunda, skáld, mennta- menn sem sífellt ffeistast til að „skipta sér af því sem þeim kemur ekki við“. Af sjálfu leiðir að gagnrýni, ádrepa, er einatt snar þáttur af því að rithöf- undur láti vita af sér, að hann sé svarinn fjandmaður deyfðar og dáðleysis, sömuleiðis sannar ádrepan að höfundur er hvergi smeykur, hann kiknar ekki í hnjánum andspænis hásætum valdsins. Friður og sáttfýsi eru honum ekki æðst hnossa. Þegar Gunnar Gunnarsson veltir því upp í grein um Halldór Laxness hvort það sé skáldi sæmandi að standa í illdeilum þá svarar hann sjálfúr hiklaust: „En hvar eiga skáld heima ef ekki í gerningaveðrum?11.9 Halldór Laxness hefur sjálfur kallað August Strindberg „mestan anda“ meðal Svía „enda ætluðu þeir hann lifandi að drepa - og hann þá - meðan hann var hjá þeim“.10 Svo dramatískt sambýli þjóðar og skálds hefur bersýnilega nokkra kosti í huga Halldórs: í sömu bók segir hann, að Strindberg sé sá eini meðal norrænna höfunda sem hann hafi sökkt sér ofan í og tekið lit af sem endist æfilangt. Rithöfundur kýs sér hugrekki - þess vegna er allt ónýtt nema hann gagnrýni ástandið heima hjá sér. Vitaskuld leiða menn ekki hjá sér það sem gerist í öðrum sýslum og enginn mun að því finna að rithöfúndur láti til sín heyra þegar sovésk yfirvöld hamast gegn Boris Pasternak, klerkaveldi í íran gegn Salman Rushdie, þegar herinn í Chile steypir stjórn landsins og drepur alla vinstrimenn sem í næst eða þegar sovétherinn fer inn í Tékkóslóvakíu til að bæla þar niður tilraun með málfrelsi og aðra umbótaviðleitni. Nema síður væri: öllum þykir sjálfsagt að merkir rithöfundar láti sig slík og þvílík mál varða, einkum ef þeir eiga sér nafn sem eftir er tekið eins og Halldór Laxness sjálfur. En því fylgja sjaldan miklar mannraunir að taka afstöðu til slíkra mála, í rauninni verða flestir sæmilegir menn sammála þegar að þeim kemur. Og það gat meira að segja verið einum of auðvelt að sitja í Austur- Evrópu og formæla fasistum í Chile eða apartheid í Suður-Afríku eða þá að sitja með friði í vesturevrópsku málfrelsi og fordæma ritskoðun og aðrar skyldar plágur í kommúnistaríkjum.11 Það reynir ekki í alvöru á hugrekki skálds, menntamanns, þegns fyrr en komið er að þeim eldi sem á sjálfum brennur. Að ástandinu heima fyrir. Að okkar Þríhrossum í okkar plássi Sviðinsvík. TMM 1998:2 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.