Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 76
SVEINN EINARSSON Hér er heldur betur að mörgu að hyggja. í fyrsta lagi heldur Laxness því fram, að listin sé á engan hátt mannbætandi, en eigi að síður beri leikritahöfundum eða þeir hyllist eðlilega til þess að hafa verk sín „full af góðri meiningu“. Enda mun það sannast sagna, að menn hafi verið nokkurn veginn á eitt sáttir um það, að fjögur síðustu leikrit Halldórs eigi það sameiginlegt að flokkast undir heimsádeilur og beri því siðgæðisboðskap. Og skáldið er sátt við það. Við Matthías Johannessen segir hann í samtalsbók þeirra, Skeggræður gegnum tíðina: Ég mundi á íslenzku kalla það ádeilu á heimsósóma. - I leikritum mínum er oft satíra - er það ekki heimsádeila á íslenzku? En tilgangur verkanna, að minnsta kosti ytri tilgangur, er að setja saman hugvekjur í skemmtiformi handa fólki.3 Hugvekjur en ekki siðapredikanir. í frægri grein, Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leikrit (1962) segir Halldór, einmitt um það leyti sem honum er leikritasmíð hvað hugstæðust: önnur tálsnara sem bíður leikritaskálds er sú þegar hann lætur eftir ástríðu sinni til að predika móral yfir almenningi í leikhúsinu. Hvers- vegna? Vegna þess að siðgæði er sennilega sá einn varningur sem hver skósmiður og innanbúðarstúlka í salnum hefur feingið eins vel úti- látinn og leikritahöfundurinn, ef ekki betur. Oft þegar fer að líða á kvöldið og margir orðnir syfjaðir og farið að lánga í háttinn, þá liggja sum leikskáld á því lúalagi að vinda sér upp á svið skrýddir gervi einhvers leikarans og taka nú til í drynjandi bassa guðs, líkt og þegar verið er að hræða krakka með bola, að gefa út af sér gamla rórillið um nauðsyn hversdaglegrar meðalhegðunar í bæarfélaginu . . . Margur minnist nú með hryllingi hinnar óþolandi siðgæðisþvælu nær lokum Péturs Gauts sem fer lángt með að ónýta þetta ágæta skáldverk á leiksviði.4 Og nú kemur spurningin. Af hverju ber þessi frelsarapersóna í Prjónastof- unni nafn hins rómaða leikskálds, meira að segja var við frumflutning leiksins í Þjóðleikhúsinu 1966 leikarinn Lárus Pálsson látinn bera gervi skáldsins með sögufrægt skegg og síðfrakka, eins og Halldór ýjar að í leið- beiningum sínum, þó að slíks sé ekki getið í prentuðum texta leiksins. Eins og við sáum hér að ofan lýsir Halldór þessari persónu ekki af upphafinni hrifningu einni. Er hann boðberi höfundar, þó að renni útí fyrir honum eða hann láti í ljósi kenningar, sem Halldór segir „bersýnilega rángar“? Eða er hér komin ein andhetjan, líkt og Bjartur í Sumarhúsum, sem ekkert lærist af lífinu fremur en sú fróma kona Móðir Kjarkur hjá Brecht? Eða hvað? „Blandinn einhverju sem kynni að vera austræn speki“, segir 74 TMM 1998:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.