Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 91
LEITIN AÐ UPPTÖKUM NÍLAR dúrnum að hún var sænsk, og sænsku er íslendíngi miklu auðveldara að skilja en dönsku ef þeir hafa hvorugt málið lært.“ (Úev 21). Þó að Halldór segi að skandinavísku málin séu íslendingum svona auðlærð minnist hann á að margir hafi dáðst að leikni hans í dönsku, þannig að hann hefur greinilega staðið fetinu framar en flestir landar hans. Enda segist Halldór vera „hraðskrifaðri á dönsku en íslensku; er þó danska ekki það útlent mál sem ég hef lagt mig í framkróka við.“ (Úev 201). Ensku lærði Halldór sem unglingur, næstum jafn auðveldlega og dönsk- una, og kann hana svo vel að „greinar mínar í enskumælandi blöðum, einsog til dæmis Times Literary Supplement í London og New York Times, eru prentaðar án þess að leturteikni sé breytt frá frumriti.“ (S 58). Þýsku og frönsku lærði Halldór einnig án mikilla vandkvæða svo ekki sé meira sagt. Um frönskunám sitt segir hann: „Franska er heldur stríð í námi fyrstu tíu tímana, en fer úr því að lúkast upp.“ (S 88). Skandinavar bera aftur á móti ekkert skynbragð á íslensku, halda að hún sé hebreska eða rússneska ef þeir heyra hana og þurfa að liggja sex ár yfir henni í háskóla til að geta lesið íslenska texta (Úev 113). Og í Sjömeistara- sögunni segir ffá því þegar sænskir skipbrotsmenn dvöldu í Skagafirði yfir vetur. Á þeim tíma lærðu þeir ekki neina íslensku en Skagfirðingarnir mæltu aftur á móti reiprennandi á sænsku eftir veturinn (65). Halldór ber virðingu fyrir menntuðum mönnum, einkum á sviði ís- lenskra fræða, og íslenskan er að hans mati erfið. Þó að ekki þurfi að breyta nokkru í texta hans á ensku eða dönsku kann hann íslensku „ekki betur en svo að ég fer enn með texta mína í smiðju til fróðra manna áður en ég læt prenta þá.“ (S 58). Hann talar fallega um bæði Jón Helgason og Einar Ólaf Sveinsson og fræðistörf þeirra. En enn á ný eru það þeir ómenntuðu sem hafa vinninginn, Halldór heyrir hvergi fegurri íslensku en í Hornafirði. Þegar hann heyrði Eymund karl tala gleymdi hann stund og stað, „fannst ég vera staddur í rússum eða einhverjum þesskonar ósköpum heimsbókmennt- anna.“ (G 204). Halldór leggur mikla áherslu á að skortur á formlegri menntun hafi ekki háð sér í lífinu. Hann segist meira að segja hafa lært ýmislegt á þeim stutta tíma sem hann þó dvaldi í menntaskólanum (S 53). Að sama skapi gat Halldór menntað sig í tónlist þótt hann hætti í tónlistarskóla eftir aðeins stutta veru þar. í Grikklandsárinu segir hann frá skyndilegri löngun sinni til að læra að „flétta þemu Bachs í senn skýrt og ljúflega saman í mörgum röddum í senn“ og hvernig hann lærði það á örfáum kennslustundum hjá Páli ísólfssyni: „Þó þessar lexíur yrðu ekki ýkja margar upplaukst Bach fyrir mér einsog annarrar gráðu líkíngar [...] Þessi stutta tónmentun mín, tilsögn Páls í Bach, varð til þess að bera mig uppi ævilángt - á vængjum. Nema ég TMM 1998:2 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.