Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 123
AF HAFNAR-ÍSLENDINGUM Á DÖNSKU LEIKSVIÐI 19. ALDAR handa leikflokknum í Lille Gronnegade í hinu fræga skáldgáfukasti sínu, „den poetiske raptus“, eins og Danir kalla það. Konunglega leikhúsið hefur jafhan staðið á sömu slóðum og það gerir enn í dag við Kóngsins Nýjatorg. Bygging sú, sem nú stendur, er frá 1874. Þegar hún var tekin í notkun, var gamla leikhúsið rifið. Það var teiknað af Nicolai Eigtved, einum fremsta arkitekt Dana, og þótti mörgum mikil eftirsjá að því. Það var talsvert lægra undir þak og minna í sniðum en nýja húsið, sem miðaðist fremur við þarfir óperunnar en venjulegra leikrita. Kaupmannahöfn var í þann tíð umlukin virkismúrum, sem voru löngu síðar rifnir og enn sjást menjar um í sumum götu- og staðarnöfnum borg- arinnar. Stóð leikhúsið rétt utan við aðalbyggðina, ekki langt frá konungs- höllinni, og má segja, að þetta staðarval hafi að mörgu leyti verið táknrænt fyrir hlutverk þess. Konunglega leikhúsið varð sem sé ffá upphafí vega hvort tveggja í senn: leikhús konungs og hirðar jafnt sem almennra borgarbúa. í áhorfendasal þess kom saman fólk af öllum stéttum, þó að innri skipan hússins og mishátt verð aðgöngumiða kæmu í veg fyrir, að siðfágaðir og glæsibúnir borgarar þyrftu að hafa pöpulinn ofan í sér - eins og fólk af betra tagi léti bjóða sér að lenda jafnvel í næsta sæti við eigin vinnuhjú! Voru neðri svalir, þaðan sem vel sást til sviðsins, aðalverustaður fína fólksins, en hinar efri almúgans. Á gólfinu voru sætaraðir að framanverðu, en stæði aftar. Hinn gagnrýnni hluti áhorfenda, stúdentar og menntamenn, yfirmenn í hernum, upplýstir handverksmenn og aðrir slíkir, hélt sig löngum á stæðunum (parterre) og hikaði sjaldnast við að láta opinskátt í ljós hug sinn til þess sem fram fór á sviðinu. Andi í leikhúsinu gat því verið talsvert frjálslegri og ólíkur því sem við eigum að venjast, enda var hreint ekki fátítt að leikrit væru hrópuð niður, féllu þau ekki í kramið af einhverjum sökum.9 Þetta setti yfirvöld leikhússins í ónotalega klípu. Að sjálfsögðu varð að ætlast til þess af alþýðu manna, að hún kynni sig í viðurvist konunglegra persóna, og raunin varð sú, að leikhússtjórnin stækkaði sætaplássið hægt og bítandi á kostnað stæðanna, uns þau hurfu með öllu um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. En áður voru miklar breytingar orðnar í leikhúsmálum Kaupmannahafn- ar. Árið 1848 var Konunglega leikhúsið svipt þeim rétti, sem það hafði þá notið í eina öld, að halda eitt uppi leiksýningum innan hinna fornu borgar- múra.10 Breytingin tengdist vitaskuld þeim umskiptum sem þá voru hafin á dönsku stjórnarfari, afnámi einveldis og upphafi þingræðis, sem var að vísu afar takmarkað allt fram yfir aldamót. Hún hafði í för með sér, að hér eftir gátu þeir Pétur og Páll opnað leikhús, ættu þeir til slíks fé og fullnægðu ýmsum formlegum skilyrðum. Einkaframtakið lét ekki á sér standa og þess var ekki langt að bíða, uns risin voru tvö leikhús sem áttu bæði langa lífdaga TMM 1998:2 121
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.