Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Qupperneq 124
JÓN VIÐAR JÓNSSON
fyrir höndum: Casino, þegar árið 1848 og Folketeatret 1857. Er hið síðar-
nefnda enn að, en Casino löngu liðið undir lok.
Þessi leikhús bæði höfðuðu til mun alþýðlegri smekks en Konunglega
leikhúsið og fengust einkum við létta gamanleiki af öllu tagi: söngvaleiki,
óperettur og skrautlegar stórsýningar; þær síðastnefndu urðu þó sérgrein
Casino. Stafaði þetta ekki aðeins af fjárhagslegri nauðsyn,heldur einnigþví,
að leikhúsin máttu lögum samkvæmt ekkert eiga við hinar æðri leikbók-
menntir sem Konunglega leikhúsið hafði helgað sér. Um Dagmar-leikhúsið,
sem hóf rekstur 1883 og starfaði lf am undir seinna stríð, gegndi talsvert öðru
máli. Þá var sókn frjálslyndisaflanna komin svo vel á veg, að tekist hafði að
hnekkja í nokkru forréttindum hins Konunglega. í Dagmarleikhúsinu voru
iðulega sýnd verk ágætustu höfunda, Ibsens, Björnsons og annarra merkis-
manna, svo að leikhúsið var stundum nefnt „slæm samviska Konunglega
leikhússins“, þegar það tók til flutnings verk sem Hið Konunglega þótti
afrækja. Við fslendingar megum vel hugsa hlýtt til Dagmar-leikhússins, því
að þar voru leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvindurog Galdra-Loftur
frumsýnd, að ógleymdum Oss morðingjum Kambans.
Listrænn hagur Konunglega leikhússins stóð með slíkum blóma á ljórða
og fimmta áratug 19. aldar, að hann hefur naumast orðið jafn glæstur síðar.
Leikendahópurinn var styrkur og skilaði feikivel þeim tegundum skáldskap-
ar sem áhorfendur höfðu mestar mætur á: klassískum gamanleikjum og
söngvaleikjum (vaudevillum) um samtíðarefni, sögulegum spennuleikjum
og rómantískum melódrömum eða harmleikjum, eins og samtíðin kaus að
nefna þau. Dáðasta leikkona hússins var eiginkona Heibergs sjálfs, Johanne
Luise Heiberg, sem Danir virðast seint ætla að fá nóg af, henni brá síðast fyrir
í framhaldsmyndaflokki um Jakobsen bruggara sem íslenska sjónvarpið
sýndi á liðnu hausti. En helstu meðleikendur frúarinnar voru einnig yfir-
burðafólk: Mikael Wiehehinn undursamlegi,elskhugi allraelskhuga,hjónin
N.P. Nielsen og frú Anna, sem samtíðin lagði, að haldi sumra leiksögufræð-
inga, að jöfnu við frú Heiberg, þó að hún þætti öllu betri í hlutverkum eldri
kvenna og mæðra en í ástkonunum, sérsviði frú Heiberg.11 Hr. Nielsen var
tragíkerinn sem blés lífi í upphafnar hetjur Öhlenschlágers og tragískar
hetjur Shakespeares. Hann varð Sigurði Guðmundssyni málara svo minnis-
stæður í hlutverki Lé kóngs, að Sigurður geymdi leikskrá frá sýningunni alla
tíð síðan.12
III
Leikrit Pouls Chievitz, En Fortid (Fortíð), var sem áður segir frumsýnt í
Casino-leikhúsi árið 1852. í fyrrnefndri grein lýsir Ólafur Davíðsson íslend-
122
TMM 1998:2