Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 129
AF HAFNAR-ÍSLENDINGUM Á DÖNSKU LEIKSVIÐI 19. ALDAR Pétursson rifjar upp, athafnasamur leikritahöfundur í góðu áliti. Þó að langflest leikrita han s séu gleymd nú, vær i ekki fyllilega sanngjarnt að afskrifa hann sem steindautt leikskáld, því að besta kómedía hans, Sparekassen, hefur lifað góðu lífi fram á okkar daga.19 Hún hefur jafnvel verið leikin tvívegis í íslenska Ríkisútvarpinu.20 Hinir rómantísku harmleikir hans, sem fóru víða um hans daga, ekki aðeins Kong Renés Datter sem Hannes getur um, eru að vísu löngu horfnir í botnlausa glatkistu leiklistarsögunnar. Þeir voru börn síns tíma og liðu undir lok með honum. Þeir nutu þess hins vegar, að Hertz vissi hvað þeim leikendum kom, sem hann skrifaði fyrir. Stærstu kvenhlut- verk hans voru ætluð frú Heiberg og gáfu henni gullin tækifæri til að breiða úr demónskum töfrum sínum í samleiknum við Mikael Wiehe sem Hertz gleymdi að sjálfsögðu ekki heldur. Skáldið var því skiljanlega nátengt Heiberg-klíkunni; e.t.v. átti það sinn þátt í því, að Hauch var ekki sérstakt kappsmál að koma verki hans upp á sviðið. En Hertz var ekki á því að láta hlut sinn baráttulaust. Hann svaraði leikhússtjórninni skriflega, og er bréfið, eftir því sem fram kemur í grein Ólafs Davíðssonar, prentað aftast í 16. bd. rita hans (Kbh. 1860), á bls. 348 - 356. Þar kveðst Hertz furða sig á breyttu viðhorfi hennar, enda sé engin hætta á því að íslendingar rísi upp til handa og fóta, þótt leikritið sé leikið. Þeir séu stilltir menn og gætnir og rasi sjaldan um ráð fram. Aldrei muni þeir hafa tekið þátt í uppþotum og óspektum í leikhúsinu, og myndu því ekki reyna aðnásérniðriáþann hátt, þótt þeim mislíkaði lýsingin áSturlu,heldur með því að rita um málið í blöðin. Það sé ekkert særandi fyrir Islendinga í lýsingunni á Sturlu, hann sé látinn vera vænn og vandaður maður, greindur og jafnvel gáfaður og fróður um margt, svo menn komi hvergi að tómum kofunum. Hér skýtur Ólafur því þó inn, að þetta sé nú ekki alveg rétt hjá skáldinu, t.d. þekki Sturla ekki orðið „Mazurka Polka“. Hertz heldur áfram og er hér fylgt þýðingu Ólafs: Meðan ég var stúdent og eftir það, hefi ég komist í kynni við marga íslendinga. Þótt Kaupmannahafnarbúum hætti stundum til að brosa að þeim þegar þeir komu fram á einhvern þann hátt, sem einkenni- legur er fyrir þjóð þeirra, þá var eitthvað hjá þeim öllum saman, og það meira en minna, sem hafði í för með sér virðingu og hlýleik (þeirra sem kynntust þeim). Ég hefi alls staðar viljað ná þessum áhriílim, þar sem ég lýsi Sturlu frá hlægilegri hlið, og það er enginn efi á því, að þau hefðu komið fram á leiksviðinu, einkum ef hinn ágæti leikari (Phister), sem ég halði í huga, þegar ég ritaði hlutverk Sturlu, hefði leikið hann.21 Ólafur segist ekki heldur vita til þess, að íslendingar hafi styggst að marki, TMM 1998:2 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.