Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Qupperneq 145

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Qupperneq 145
RITDÓMAR hestunum sitja maður og kona og reiða sitt barnið hvort. Á milli klyíja á aftari hestunum gægjast tvö önnur barns- andlit. í kátínu sinni veifar amma til fólks- ins, en fólkið líður hjá einsog vofur. (9) Og þetta er sjónarhorn sögumanns í hnotskurn: það er horft á hóp fólks í fjarska en aldrei farið neitt sérlega nálægt því. Myndin verður að leiðarminni: Ömmu varð stundum hugsað til nið- ursetninganna sem einn hrímaðan dag birtust í Reykárhreppi þegar hún stóð lítil og kát stúlka við túngarðinn, en svo hugsaði hún: Maðurinn minn er líka á sjó og veltist um hafið í fjarska; í tungl- bjarma nætur, bak við snarbrattar öld- ur, í brotsjó og byl. Og börnin fæðast eitt af öðru. (49) Allar kynslóðir lifa í sama fjarskanum, fólk er falið í almannarómi, og frásögn- um; það býr „í hléunum á milli orðanna, í eyðunum á milli línanna" (164). Þessi fjarlægð er bæði galli sögunnar og helsti styrkur. Verkið öðlast með henni breidd Suðurríkjasögunnar og kraffmiklar sam- félagslegar skírskotanir: sértrúarsöfnuðir, borgarastyrjaldir og box, þetta er allt einsog sprottið úr umræðu dagsins í dag. Og sögulegi tíminn skapar hluta fjar- lægðarinnar því sagan er öll í endurliti persónanna eða raunar endursögn á endurliti: Það var þá sem amma fór með ljóðin fyrir okkur börnin og sagði okkur ffá sveitinni, Reykárhreppi og flökkurun- um. Þegar hér var komið sögu gátu bræðurnir setið spariklæddir í sófum, drukkið kaffi og reykt vindla og þurftu ekki að óttast að fátækrarfulltrúar birt- ust í gættinni eða sveitarflutningar stæðu fyrir dyrum. (70) Þessar persónur eru æðrulausar í endur- liti sínu, láta sér jafhvel fátt um fmnast. Eftir þeim eru hafðar meitlaðar setning- ar. Það er rottugangur í kjallaraholu sem fjölskyldan neyðist til að flytja í og sögu- maður spyr einn af bræðrunum, Kára, hvort börnin hafi verið hrædd við rott- urnar. „Nei, ég man ekki til þess að við höfum verið hrædd við þær, frekar að við værum vond við þær,“ segir Kári. Sendiherra frá öðru sólkerfi En þessi sögumaður er viðsjárverður. Þegar minnst varir er hann farinn að ávarpa lesandann og lætur berast með ljóðrænu flæði: En sólin skín og sundin eru blá, veröld- in fögur og fjöllin há. Sjáðu geislana, hvernig þeir glampa og varpa roða á hafflötinn. Sjáðu eyjarnar, sjáðu fjöllin, hvernig allt dansar í hillingum. Og kvöldin læðast stjörnum prýdd og breiða úr sér einsog skrautleg teppi, ofin af fögrum konum sunnan við sól og austan við mána. (99) Ljóðrænan er uppistaðan í stíl Einars Más, ljóðræna og hlýlegt skopskyn. Þetta er ekki epísk frásögn að stíl heldur læsi- legt ljóð með kómískum myndlíkingum, erkibrotum úr lífi fólks, stuttum köflum og tíðum greinaskilum; umfram allt er þarna á ferðinni læsilegur og lýrískur texti. Bræðurnir Halli, ívar, Kári og Ragnar sitja við kertaljós jólanna, ótrú- lega fínir í silkiskyrtum og matrósaföt- um sem nágrannakonan hefur gefið þeim. „Maður var bara einsog sendi- herra ffá öðru sólkerfi,“ (59) segir einn þeirra síðar. Þessar andstæður eru árétt- aðar í verkinu: „Að ganga upp einn stiga var einsog að flytja sig á milli hnatta, fara frá Júpíter yfir á Mars eða öfugt“ (134). Þetta er ekki aðeins gjáin milli stétta, munurinn á aðbúnaði þeirra ríku og fá- tæku; söguhetjurnar eru allar á einn eða annan hátt einsog sendiherrar frá öðrum sólkerfum: ljóðrænar myndir í hráslaga- legri umgjörð. Stéttaátöldn, eymdin og volæðið eru gædd framandleika og hrárri fegurð. Þetta er epísk saga með ljóðrænum efnistökum. TMM 1998:2 143
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.