Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 152

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 152
RITDÓMAR um, þar sem hinir látnu stytta sér stund- irnar í himnaríki á ýmsan máta og fylgj- ast með því sem gerist á jörðu niðri. Frásögnin hefst á fallega saman settri málsgrein sem ber í sér kjarna allrar sög- unnar: „í heimi náttúrunnar greina menn sig frá trjám og blómum sem vaxa og dafna í hljóði og falla í þögn. En ef grannt er skoðað er vegur alls sem lifir kannski bara einn.“ Eftir kynningu á fjölskyldunni og lýsingu á samtali bræðr- anna, sem snýst um kynþroska, karl- mennsku og kynlíf, er lík Jóhönnu systur þeirra borið í hús af björgunarsveitar- mönnum sem fundu hana í fjöru: „Jó- hanna var lögð á gamla verkfærabekkinn hans pabba. Plastið utan um hana flettist í sundur einsog eldhúsdúkur. Nakinn líkami hennar, skreyttur þara og sandi, birtist okkur einsog borðbúnaður og krásir.“ (bls. 16.) Bræðurnir hefjast handa við að „gera að“ líki systur sinnar og er því lýst í smáatriðum hvernig þeir þvo líkinu, þurrka það og bera á það krem, greiða hárið, lakka neglur, mála andlitið, klæða það og skreyta með skart- gripum. Þeir nostra þannig við lík systur sinnar þar til hún er „ferðbúin“. Þótt þessi ítarlega lýsing hafi óhjá- kvæmilega gróteska drætti til að bera er hún í grundvallaratriðum ljóðræn og falleg. Slík blanda, þ.e. blanda ljóðrænu og grótesku hefur reyndar einkennt rit- stíl Kristínar Ómarsdóttur allt frá henn- ar fýrstu verkum. En í þessari skáldsögu sem hér er til umfjöllunar hefur Kristín náð tökum á þessum stíl sem aldrei fýrr. Ljóðrænan og gróteskan mætast í hár- fínu jafnvægi í tungumáli sem er í senn hrífandi og hrollvekjandi en fer aldrei yfir strikið. Það einkenni sem hvað oftast hefur verið bent á í stíl Kristínar, barna- leg beiting orða og setninga (naívismi), er greinilega víkjandi og við hefur tekið fágaðri og margslungnari beiting tungu- málsins. (Sams konar þróun má merkja á nýjasta leikriti Kristínar, Ástarsögu 3, sem sett var upp í Borgarleikhúsinu og vakti verðskuldaða athygh á nýliðnu leikári.) Ekki hafa bræðurnir fýrr komið líki systur sinnar fýrir í svefnpoka inn í stofu en Einar hefur upp raust sína: „Mig lang- ar í kynlíf. Mig langar að finna lykt af gúmmíi og kynlífi. Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu lengi, ég hélt að ég væri alveg búinn, endir, engin löngun eftir, ekki neitt, en núna vaknar það. Skrítið. Ég er átján ára.“ (bls. 7.) Hér verður návist dauðans nokkurs konar „turn on“ og ít- rekuð eru tengsl kynUfsins og dauðans, upphafsins og endisins, hringrás lífsins: „Ég mundi gera hvaðeina ófrískt núna afþví hvernig mér líður. Ég mundi gera grasið ófrískt. Ég mundi gera þig ófrískan," sagði Einar og horfði á mig. „Ég mundi gera . . . eldgamla konu ófríska afþví það er eitthvað mjög mik- ið á seyði.“ „Frjósemin og dauðinn haldast oft í hendur,“ sagði ég (bls. 29). Frjósemin er reyndar mjög afgerandi þáttur í dauða Jóhönnu því í ljós kemur að hún var óffísk þegar hún fýrirfór sér og, eins og hún útskýrir fyrir móður sinni á himnum, þá virðist óttinn við að viðurkenna það fýrir pabba sínum hafa ráðið úrslitum um þá ákvörðun hennar að drekkja sér. Pabbi ogjóhanna Samband Jóhönnu og föðurins er flókið og frásögnin bæði gefur í skyn og dregur úr grun um sifjaspell. Jóhanna virðist bæði elska og óttast pabba sinn, sem aft- ur virðist bæði hafa verið háður henni eins og barn og kúgað hana. Hann hefur t.d. bannað henni að fara í ferðalög, hún hefur aldrei verið burtu af heimilinu yfir nótt áður en hún deyr 19 ára gömul. Hún virðist háð athygli hans, fyllist örvænt- ingu ef hann tekur ekki eftir henni og hælir henni (bls. 20), og þegar hún hefur samfarir við aðkomustrák á sumardag- inn fyrsta (og verður barnshafandi) fyllist hún svo mikilli sektarkennd að hún leggur fæð á strákinn og finnst hún 150 TMM 1998:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.