Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 153

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 153
RITDÓMAR hafa svikið föður sinn: „Aldrei framar hitti hún elskhuga sinn. Ef það hefði gerst, ef hann hefði reynt að nálgast hana, hefði hún myrt hann.“ /. . ./ „Jóhönnu þóttu þetta vera svik við pabba. Hún vildi ekki að pabbi þyrfti að horfa upp á ásigkomulag sitt og þegar svo var komið buðust engin ógrynni af lausnum." (bls. 68.) Ekki er liðinn nema rúmur sólar- hringur frá dauða Jóhönnu þegar faðir- inn bindur enda á líf sitt með því að gleypa banvænan skammt af pillum. Lýsingin á viðbrögðum Jóhönnu (á himnum) sýna glöggt hvernig ffásögnin bæði gefur í skyn og afheitar sifjaspelli: „Mamma,“ segir Jóhanna, „ég hefði ekki drepið mig hefði ég vitað að pabbi mundi herma eftir mér. Nú lætur hann líta út fyrir að um samantekin ráð hafi verið að ræða. Búandi til einhverja svaka ástarsögu um okkur. Hvað held- urðu að Hulda haldi? Auðvitað að við pabbi höfum verið saman þegar við drepum okkur með stuttu millibili og ég óffísk? Mamma, finnst þér þetta ekki unfair?" (bls. 77.) Er dóttirin hér að lýsa réttlátri reiði yfir hugsanlegum misskilningi, eða er þetta tilraun hennar til að fela sannleikann fýr- ir mömmu? Samtal þeirra mæðgnanna heldur áfram í sama dúr og Jóhanna verður æ hysterískari og æstari yfir vænt- anlegri komu föður síns til himna: „Og ekki þori ég að hitta pabba nú fremur en fyrri daginn, ófrísk og svona. Þegar mað- ur er óléttur vill maður vera í friði með mömmu sinni! En þáþarf hann að koma og skemma allt!“ (bls. 78.) Síðar þegar hún ítrekar „afbrýðisemi“ pabba síns og óttann við viðbrögð hans yfir óléttunni og móðir hennar dregur orð hennar í efa, reiðist hún mömmu: „Þú hefur ekki ver- ið heima í tíu ár. Þú veist ekkert hvernig þetta er búið að vera.“ (bls. 82.) Hér virðist ekki langsótt að álíta að dóttirin sé að reyna að segja móður sinni eitthvað um leið og hún reynir að hylma yfir það sama. Pabbi og mamma Lýsingin á föðurnum styður reyndar öll grun um eitthvað óeðlilegt í fari hans og háttalagi. Og ekki síst hvernig hjóna- bandi hans og Svanhvítar var háttað. Árna er lýst sem veiklunduðum en kúg- andi föður. Hann stjórnar börnum sín- um og annast heimilið „frá sófa sem stóð á milli borðstofunnar og stofunnar og sneri að útidyrunum." (bls. 7.) Hann er nær alltaf sýndur í láréttri stellingu, liggj- andi í sófanum undir hekluðu teppi, oft- ar en ekki hálfvolandi eða grátandi yfir dauða Jóhönnu eða eigin aumingjaskap. Vel er hægt að tala um umsnúning hefðar í lýsingunni á pabbanum, hann er hér í hefðbundinni, en ýktri, kvenlegri stöðu: útafliggjandi og aumur. Þetta kemur síð- an enn betur í ljós borið saman við mynd móðurinnar, Svanhvítar, á himnum þar sem hún geislar af glæsileika og reisn: Hún er hávaxnari en aðrir í salnum. Hún gengur reist með mjúkum axla- hreyfingum í enda salarins, að eilífðar- djúkboxinu. Allir gestir salarins líta upp og fylgjast með hverri hreyfingu hennar því í himnaríki hefúr enginn annað eins göngulag og hún. /.../ Efri hluti líkama hennar hreyfist kyn- þokkafúllt með mjúkum hreyfmgum neðri hlutans. /. . ./ Svart hárið nær niður á mitti og er haldið affur með silfurlitaðri spöng með hjarta- mynstri. . . Augnlok hennar og auga- brúnir eru kopargræn. Guð lokar aug- unum vegna þess að hann tárast. (bls. 80-81.) Athyglisverða mótmynd af föðurnum má sjá skömmu síðar í lýsingunni á líki hans sem synir hans hafa lokið við að leggja til og snyrta: Það var ekki lélegt að sjá pabba í straujuðum náttfötum, í hreinum sokkum og nýjum inniskóm. Ný- klipptan og náfölan með sínar eldrauðu varir. Hendurnar skreyttar gullhringjum svo glampaði á þá og les- gleraugun. Hann hafði yngst. Hann var TMM 1998:2 151
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.