Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 154

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 154
RITDÓMAR orðinn einn af okkur. En það hafði hann alla tíð þráð. (bls. 85-86.) Faðirinn hefur umbreyst í barn, klætt náttfötum, á meðan móðirin heillar Guð svo með kynþokka sínum að hann tárast. En móðirin hefur ekki alltaf verið jafn glæsileg og hún er á himnum. Á jörðu niðri lifði hún lífi sem hún sætti sig ekki við: sex barna móðir fyrir þrítugt, þung- lynd húsmóðir bundin búi, bónda og börnum sem ekki fullnægðu lífsþrá hennar og bældum löngunum. Þessu lýs- ir hún sjálf best (eða rödd hennar af segulbandi) ílokbókarinnar: „Miglang- ar til að tala um löngu og dimmu eilífu regndagana þegar ég geng í hringina sem mér voru ætlaðir, úr forstofu fram í eld- hús þaðan inn í stofu og aftur inn í eld- hús á meðan stelpurnar berjast við regn- ið úti við dyrnar og skuggarnir fá óskir sínar uppfylltar." (bls. 205.) Skuggarnir tóku um síðir völdin í lífi móðurinnar sem endaði líf sitt í þorpi sem hún „fest- ist í vegna greddu“. (bls. 100.) Lýsing móðurinnar á sjálfri sér ungri minnir einna helst á lýsingu á frjósemisgyðju: „Mér þótti ægilega gaman að fá nátt- úru og var þakklát Guði...“ Mamma gýtur augunum til dyranna bakvið barborðið. „... fyrir það. Ég var í himnasælu.“ /. ../ „Ég var stolt af líkama mínum,“ /. .. / Ég naut hvers augnabliks þegar brjóst mín stækkuðu. Á hverjum degi þótti mér gaman að vakna afþví ég var komin með brjóst. Á daginn laumaðist ég tilþess að snerta þau. Kannski bara með olnboganum ef ég vann húsverk og rak síðan fingurna í geirvörturnar við og við. Ég hlakkaði til að skríða yfir tilvonandi mann minn og láta brjóstin strjúkast laust framan í hann. Og þrýsta þeim seinna að honum og biðja hann um að segja aftur og aftur hvað þau væru æðisleg. En hvað um það. Kynlíf breytir heiminum. (bls. 99.) Það er kynhvötin/greddan sem leiðir þau Árna og Svanhvíti saman: „Það leið ekki á löngu þar til í lífi mínu birtist strákur sem hafði sömu áhugamál og ég. Hann tignaði brjóst mín og í sameiningu tign- uðum við þau.“ (bls. 100.) Svanhvít er aðeins sextán ára þegar hún „fylgdi eftir tilfinningum sínum eftir óljósum vegi sem seinna kom í ljós að var ekki vegur heldur síki.“ (bls. 101.) Lýsingin á því hvernig hjónaband Svanhvítar og Árna fer í hundana er hrollvekjandi; hún leggst í rúmið á efri hæðinni, lokar að sér og étur pillur, hann leggst í sófann á neðri hæðinni og lokar skilningarvitunum. Vera má að hrein- lætisæði bræðranna, sem er sí-ítrekað í gegnum alla frásögnina, sé afrakstur þess að horfa upp á móður sína liggjandi í eigin svita og saur eftir margra daga vímu. En hvað sem á gengur er það ljóst að það er alltaf faðirinn sem er veikari aðilinn og móðirin hefur töglin og hagldirnar í samskiptum þeirra: „Pabbi fór að brynna músum og mamma hugg- aði hann með söng. Svona var þetta og svona hefði þetta haldið áfram að vera ef mamma hefði ekki dáið.“ (bls. 151) Heimur strákanna Þegar þessi bakgrunnur systkinanna sex hefur verið kynntur koma ýmis „undar- legheit“ í háttalagi þeirra og samskiptum minna á óvart en áður. Þar sem systurnar Ólöf og Jóhanna eru báðar dánar snemma í bókinni, hnitast frásögnin að mestu leyti í kringum bræðurna og sam- skipti þeirra. Þeir eru á aldrinum 15-20 ára og mikið af hugsunum þeirra og samtölum snúast um kynlíf, eins og áður er fram komið, og ekki síður um kropp- inn. Allir eru bræðurnir uppteknir af kroppnum á sér, á mismunandi hátt. Hinn elsti, Þórður, er stór og karlmann- legur og stoltur af loðinni bringu sinni. En þessi stælti og umhyggjusami ungi maður deyr (af óþekktri ástæðu) skömmu á eftir föður sínum og systur og líffæri hans eru tekin til brúks í aðra líkama. Síðasta myndin af Þórði sem dregin er upp í bókinni er af slöppum, 152 TMM 1998:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.