Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 155

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 155
RITDÓMAR líffæralausum búk hans sem hangir á öxlum tveggja af „vitringunum". Einar, sá næsti í röðinni, virðist hald- inn kroppsfóbíu (sem kannski á rætur að rekja til vistar hans í sveittu og skítugu fangi móðurinnar sem læsti hann inni með sér í meira en sólarhring í einni vímunni?) og á hugsanlega í vandræðum með að skilgreina kynhneigð sína. Hann rakar af sér nær öll líkamshárin og særir líkama sinn litlum skurðum og bruna- sárum. „Ég vil vera hreinn. Alveg stór- kostlega hreinn. Hár eru sóðaleg“ (bls. 45), segir hann um leið og hann rakar á sér bringuna og upphugsar tæki til að pynta konur með kynferðislega. Einar virðist hafa þá áráttu að ganga um nak- inn eða á nærbuxunum (sem pirrar Högna ósegjanlega) og vafamál er hvort hann laðast meira að fngólfi, nýjum vini sínum, eða Margréti, hjúkrunarkonu sem hann segist vera orðinn ástfanginn af seint í sögu. Sú „ást“ virðist þó öllu fremur vera árátta til að gera konuna óffíska (sbr. greddu hans effir að þeir bræður „gerðu að“ líki systur sinnar). Máni, yngsti bróðirinn, er sá eini sem er kynferðislega virkur (svo um munar) á þeim dögum sem sem frásögnin nær yfir. Hann nær sér í kærustu, Huldu, þau eru meira og minna í samförum í nokkra daga, þar til hann bindur hana og keflar í rúminu (af óútskýrðum ástæðum) og þar kafnar hún skömmu síðar. (Hér er aftur kynlíf og dauði í órjúfanlegri ein- ingu.) Þetta „hliðarplott“ er með því óhugnanlegasta í bókinni og maður velt- ir fýrir sér hvort í persónu Mána felist hinn hreinræktaði „sækópati“? (Hér má einnig hafa í huga framkomu hans við afgreiðslukonuna í sjoppunni undir lok sögunnar.) Vafalaust væri hægt að rekja siðblint og glæpsamlegt eðli Mána til hinnar fjarverandi móður og vanhæfa föður - ef maður væri á þeim buxunum. Högni, sögumaðurinn sjálfur, er upp- áhald móður sinnar sem reynir eins og hún getur að beita áhrifum sínum á himnum til þess að koma honum í fram- haldsnám á jörðu! Högni er tilfinninga- næmastur bræðranna, samkvæmt orð- um móður hans, og hann er - líkt og þeir allir - afar upptekinn af því að halda sér „hreinum“ (enda var það ein af óskum móður hans: „vertu hreinn og láttu eng- an bilbug á þér finna.“ (bls. 53)). Frá- sagnir af líkamsumhirðu, baðferðum og því um líku verða á stundum líkastar lýsingum á ritúali eða einhvers konar helgiathöfn (sjá t.d. bls. 53). Ein leið til að túlka þessa sífelldu hreinlætisumræðu er að hún vísi til „óhreinindanna“ sem bræðurnir ólust upp við. Kropps-angist þeirra gæti einnig tengst þeim gruni um sifjaspell sem textinn vekur og rætt var hér að framan. En Högni er líka von fjölskyldunnar. Hann er sá sem móðirin bindur von sína við, hann er sá sem lesandinn trúir að muni lifa af - grunur um endalok Einars og Mána er sterkur - hann er sá af „negrastrákunum tíu“ sem hlýtur að ná sér í stelpu og stækka fjölskylduna á ný. Enda lýkur bókinni á því að sápukúla frá himnum nálgast hann í þann mund sem hann er að sofna og slík himnasending hefur mikla gæfu í för með sér fyrir þann sem fyrir verður „sérstaklega ef það ger- ist á meðan sá heppni sefur“. (bls. 181.) Bræðurnir velta að sjálfsögðu einnig fyrir sér líkama stelpna og viðhorfum þeirra til stráka og kynlífs. Ég bendi t.d. á umræðuna um stelpur, kynlíf og hrein- læti á bls. 30 og skemmtilega umræðu er að finna um lík og líkama á bls. 172-173, þar sem renna saman í eina heild dauðinn og æxlunin, tíðablóð kvenna og blóð úr bringusári karlmanns. Hér mætti fara á flug í bókmenntafræðilegri sálgreiningu - en það verður að bíða betri tíma og rúms. Leiðarstef og lokaorð Ég hef hér að ofan reynt að lýsa í grófum dráttum þeim meginmunstrum sem Kristín Ómarsdóttir dregur upp í flók- inni úrvinnslu sinni á klassískum sögu- efnum: ástinni, dauðanum og kynlífinu. TMM 1998:2 153
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.