Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 12
EINAR LAXNESS:
JÓN SIGURÐSSON.
1811 — 17. jCNl — 1961.
1.
Sú þjóð mun vart til í víðri veröld, sem ekki hefur af þeim
þjóðarpersónum að státa í sögu sinni, er síðari kynslóðir hafa
gefið þjóðhetjunafn og dáð um aðra menn fram. Margar slík-
ar þjóðhetjur mætti nefna meðal hinna einstöku þjóða, —
menn, sem voru í lífi og starfi langt á undan sínum tíma,
en sagan hefur staðfest, að létu í ljós einlægustu frelsistján-
ingu samtímans. Það er að vonum, að slíkir menn hafi orðið
átrúnaðargoð síðari tima og viðkomandi þjóðir vilji heiðra
minningu þeirra og skírskota sérstaklega til lífsstarfs þeirra
sem fyrirmyndar komandi kynslóðum. Við Islendingar eig-
um einn slíkan mann, sem óumdeilanlega verðskuldar þetta
heiti: Jón forseta Sigurðsson. Hann gerist fyrirliði Islendinga,
er sjálfstæðisharáttan hefst að marki, og spor hans á þjóðmála-
brautinni voru ekki orðin ýkja-mörg, þegar beztu mönnum
þjóðarinnar var ljóst, að þar tók sá upp merkið, sem hæfastur
var allra til að leiða frelsisbaráttuna til lykta sakir mann-
kosta sinna, yfirburðaþekkingar á eðli málsins og sérstakra
hæfileika til að fara fyrir mönnum. Niðurstaðan varð sú, að
íslenzka þjóðin eða þorri hennar setti traust sitt allt á Jón,
kaus að fylgja honum fast, hversu svo sem vindurinn blés.
Eftir harða útivist á torsóttri leið í stjórnfrelsisátt, þar sem
vonleysið var á stundum í þann veginn að ná yfirhöndinni,
tókst um síðir að ná höfn, að vísu ekki þar, sem leggja mætti
upp fleyi til langframa, en þó mikilvægum áfanga, þar sem
unnt var að treysta farkostinn, gera nýjar viðmiðanir og
afla föruneytis, áður ýtt væri að nýju úr vör til endanlegs
ákvörðunarstaðar.
Þegar Jón Sigurðsson hóf að vísa þjóð sinni veginn í átt til
stjórnfrelsis undir miðja 19. öld, var ekki gæfulegt um að lit-