Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 33
Skírnir
Jón Sigurðsson
31
Eins og öllum má ljóst vera, var hér svo ýtarlega um mál-
ið ritað, að þar var litlu fyrir landsmenn við að bæta nema
fylkja sér fast að baki þessarar stefnu. Með tilliti til tímans
var ekki unnt að orða kröfur fslendinga frjálslegar en hér
var gert. Allt um það voru þær svo róttækar, að lengi mátti
bíða eftir uppfylling þeirra. En þessar kröfur, — um inn-
lenda landstjóm, sérstakan fjárhag, jafnrétti þjóðanna, —
voru grundvallaratriði, er ekki varð hvikað frá, enda áttu
þær eftir að hljóma hvellum rómi hinna þjóðhollustu Islend-
inga langt fram eftir öldinni.
Ekki verður annað sagt en stuðningsmenn Jóns Sigurðs-
sonar innanlands hafi tekið fljótt við sér og hlýtt kalli hans
um að hefjast handa. Sá, sem á vaðið ríður, var Jón Guð-
mundsson þm. Skaftfellinga, er nú var búsettur í Reykjavik
og aðstoðarmaður land- og bæjarfógetans. Ritaði nafni hans
í Höfn honum bréf snemma mn vorið. Jafnskjótt og tíðindin
utan úr Evrópu bámst til landsins með vorskipum, fer hann
af stað til að ýta við mönnum til fundarhalda. Hann gerist
síðan drifkraftur þeirra aðgerða, er í hönd fóru um sumarið.
öðmm þingmanni ritaði Jón Sigurðsson og hvatningarbréf,
sr. Hannesi Stephensen, sem einnig gerðist ötull boðberi stefnu
Jóns. Hafði starf þessara manna, Jóns Guðmundssonar og sr.
Hannesar, á fyrstu þingunum lofað góðu um framhaldið,
svo sem líka sannaðist áþreifanlega á þeim árum, er fram-
undan voru. Eftir misheppnaðan fund í Reykjavík í júlí, þar
sem embættismenn höfðu tögl og hagldir, og engu jákvæðu
fékkst framgengt, varð niðurstaðan sú, að fyrir frumkvæði
Jóns Guðmundssonar og góðan stuðning Ásgeirs bónda Ein-
arssonar í Kollafjarðarnesi, þm. Strandamanna, var stefnt til
Þingvallafundar um sumarið, þar sem samþykktar voru tvær
óskir: 1. Um þjóðþing með sömu réttindum og Danir fái
fyrir sitt leyti. 2. Um að Islendingar fái að ráðgast um fyrir-
hugaða stjómskipun, að því Islandi viðkemur, á samkomu í
landinu sjálfu, er kosin verði eftir frjálslegum kosningalögum.
— Bænarskrár um þetta efni m. a. höfðu gengið um Borgar-
xjörð og Árnessýslu að fyrirlagi sr. Hannesar, en að loknum
Þingvallafundi gekk bænarskrá með tillögum hans um land-