Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 115
Skírnir
Hjátrú á jólum
113
og vínföng, söng, dans og hljóðfæraslátt. Reið þá á fyrir þann,
sem heima var, að gefa sig á engan hátt í leik með huldufólk-
inu, en tækist honum í morgunsárið að hræða fólkið í burtu
með þvi að kalla: „Guði sé lof, dagur er á lofti“ eða eitthvað
því um líkt, þaut það hurt frá öllum munaðarvörunum, og
gat þá heimamaður eignazt þær.
Tröll og forynjur — Grýla.
1 engan annan tíma ársins er á ferðum slíkur grúi af tröll-
um, forynjum, draugum, afturgöngum og öðru illþýði sem á
jólunum. Sést þetta þegar greinilega í íslendingasögum og hef-
ur ásamt álfatrúnni valdið þeirri skoðun, sem fyrr er getið, að
jólin hafi að fornu verið hátíð drauga og vætta (f. F. IV 149,
VII 111, 210). Þá þarf heldur ekki lengi að leita sliks í þjóð-
sögunum, því að þar morar allt í vitnisburðum um þá lífs-
hættu, sem mönnum er búin um jólin, sérstaklega jólanóttina
(t. d. Munnm. 82, J. Á. I 96, 105, 117, 145—148, 187—190,
198, II447, III 225). Einkum eru sauðamenn drepnir eða þeir,
sem gæta skulu bæjarins, fólk seitt í tröllahendur o. s. frv.
Fæstar þessara óvætta hafa nokkur sérnöfn, þótt einstaka séu
nafngreindar eins og t. d. Glámur, en hann er bundinn við
Grettis sögu, og svo er um flest annað af þessu tagi, að það er
annaðhvort bundið við vissa sögu eða ákveðið hérað (t. d.
ýmsir mórar og skottur).
Ein er þó sú óvættur, sem í mörg hundruð ár hefur verið
þekkt um land allt undir ákveðnu nafni, en það er Grýla
gamla. Hafa enda fjölmörg skáld orðið til þess að lýsa henni
og afrekum hennar og fjölskyldu, þar á meðal ýmis góðskáld,
svo sem séra Stefán Ólafsson í Vallanesi, séra Guðmundur Er-
lendsson i Felli, séra Bjarni Gissurarson í Þingmúla og Eggert
Ólafsson, sem hlandar raunar pólitík í. Auk þessara hafa marg-
ir smærri spámenn lagt hönd á plóginn við vegsömun Grýlu,
en í tilbót eru þekktar ýmsar stökur og brot, sem enginn veit
aldur á. Er mest af þessu prentað í Þulum Ólafs Daviðssonar,
en auk þess með kvæðum hinna þekktari skálda (Ó. D. Þul.
111—174, E. Ó. Kv. 141, St. Ól. Kv. 230). Flest eru kvæði þessi
8