Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 277
Skímir
Ritfregnir
275
þegar é sérstæðan streng framar öðrum, streng viðkvæms trega og sakn-
aðar yfir fegurð liðins tíma, sem kemur ekki aftur, yfir tækifærum, sem
gengið hafa ónotuð úr greipum. Þess vegna eru kvæði eins og Hin gömlu
jól og Fyrir tíu árum ein minnilegustu kvæðin í þeirri bók. 1 næsta
kvæðakveri Guðmundar, sem nefndist Hin hvítu skip, og kom út þrem
árum seinna (1939) er bezta kvæðið, RauSi steinrúnn, um sama efni.
Svipað má segja um Bogmenn (Álfar kvöldsins, 1941) og Hörpuskel
(Urtdir óttunnar himni, 1944). Saklausu barnaleikirnir, sem lýst er í
þessum síðast nefndu kvæðum, verða skáldinu að ímynd þess frelsis og
þeirrar gleði liðna tímans, sem alls eigi hafa þróazt svo á borði sem í
orði við auknar framfarir og bættan efnahag. Þess vegna gætir stundum
kvíða í kvæðum af þessu tagi. Sjá t. d. eitt lengsta kvæði Guðmundar,
Jólakort frá 1910 (Undir óttunnar himni). Kristallinn í hylnum (1952)
var brot af sama bergi. Sjá Fylgd, Of seint, 1 Bifröst og fleiri kvæði í
þeirri bók.
Svo sem eðlilegt er, þegar aldurinn færist yfir, gætir sjónarmiðs minn-
inganna sízt minna í þessari nýju bók skáldsins en hinum fyTri. Nöfnin
ein styðja þá staðhæfingu: Fimm vers úr gamaldags trúarljóði, VorljóS
um gamlan huldumann, Þetta gamla farmannsljóS og fleiri. Hvergi sést
þó aðdáun skáldsins á tryggð og þrautseigju, ást og trúfesti betur en í
eftirmælum og ávörpum til samtiðarmanna: Yfir moldum, Til Halldórs,
Vísur til séra FriSriks. Því fer þó vitanlega viðs fjarri, að Guðmundur
horfi aftur einvörðungu, svo sem Grimur kvað um ellina gráu, enda er
Guðmundur hvorki gamall né grár, sem betur fer, og horfir eigi siður
fram. Lengsta kvæðið í bókinni, Bréf til bróSur míns, endar á þessari
vísu:
Vænst yrði þá að vita, bróðir,
verið hefðum við okkar móður
stundarvirði að bera á brjósti,
bjart væri þá um okkar kvöld.
Yrði gott að njóta næðis,
næturhúmsins vöggukvæðis,
ef glitaði bjarma af giftu hennar
gegnum svefnsins bláu tjöld
öld af öld — öld af öld.
Þetta er langt frá því að vera bezta kvæði bókarinnar að formi til, en
fá þeirra eru yljuð meiri ættjarðarást, trúmennsku og einlægni. Og þessir
eru einmitt snörustu þættimir í kveðskap Guðmundar. Dulara og dýpra
er kvæðið Svar og leynir því meira á sér. En það er sannkallað land-
vamarljóð. 1 sömu tóntegund er og áður nefnd kveðja Til Halldórs, skéld-
bróðurins á Ásbjamarstöðum, sem haldið hefur tryggð við jörð sina,
land og ljóðadís langa ævi. Vísur 'til séra FriSriks eru lika af sama toga
spunnar. Minningatregi skáldsins og ættjarðarást eru þvi tveir þættir í
18