Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 281
Skímir
Ritfregnir
279
og gul lauf í snjónum,
fellið ris úr ryðbrúnum trjánum mjall-
rekið og blátt, stál-
gljátt og silfurhvítt: söng-rún
á sverðtungu. Myrknættið skriður
úr höll hins glóðrauða gulls. Hver
gengur til vígs í slóð þess? dagur, ó líf!
Við endurmat á þessum kvæðum í heild verður ekki annað sagt en þau
hafi staðizt vel tönn þess tíma, sem liðinn er, síðan þau fyrst sáu dagsins
ljós. Fáein beztu kvæði Snorra Hjartarsonar eru meðal fegurstu gimstein-
anna i íslenzkri ljóðagerð.
Þóroddur GuÓmundsson.
Helgi Hálfdanarson: Undir haustfjöllum, ijóðaþýðingar. Heims-
kringla. Reykjavik MCMLX.
Síðasta áratuginn eða vel það hefur mikilvirkur leikrita- og ljóða-
þýðandi, Helgi Hálfdanarson, lyfsali á Húsavík, unnið í garði bókmennt-
anna. Leikritaþýðingar Helga eru utan við ramma ritdóms þessa. En
ljóðaþýðingar þær, sem hér verða gerðar að umtalsefni, eru þriðja safn
af því tagi, sem hann hefur sent frá sér. Fyrsta bókin, Handart um höf,
kom út 1953, önnur, Á hnotskógi, 1955, og sú þriðja, Urtdir Haustfjöll-
um, birtist s. 1. ár fyrir jólin.
Handan um höf öðlaðist miklar vinsældir og hlaut óskipt lof gagn-
rýnenda. A hnotskógi var að vísu miður heppnuð bók í heild, að mínum
dómi, þrátt fyrir ýmis ágæt ljóð, t. d. þrjár sonnettur eftir Shakespeare,
kvæði eftir Hermann Hesse o. fl. En þetta síðasta þýðingasafn Helga er
mér að flestu geðþekkara en það næsta á undan. Má vera, að val kvæð-
anna ráði þar nokkru um. En þó hygg ég, að vinnubrögð séu jafnbetri
i Undir Haustfjöllum en A hnotskógi, þótt slikt sé örðugt að rökstyðja.
Skal nú vikið að einstökum kvasðum. Bókin hefst á þjóðsöng Færey-
inga eftir Fríðrik Petersen. Margt er fallegt í þeirri þýðingu. En þó er
eitthvað á sem skortir, einkum síðari hluta kvæðisins. Tvennt skal nefnt;
það fyrst, að sérstæð lands- og þjóðháttalýsing Færeyja og Færeyinga
glatast að nokkru í þýðingunni og verður of almenns eðlis. Dæmi:
Fr. PeterseiK
Mítt foðiland tað er eí stórt
sum onnur lond,
men so væl hevar Gud tað gjört
við síni hond,
at alla tíð tað til sín dregur
hjarta mítt;
tí rúm tað best í Föroyum hevur
at sláa frítt.
/ þýSingu Helgœ
Þó kalli útþrá oft í ferð
á annað land,
sú jörð er vel af guði gerð
og gott það band
sem löngum yfir sollin sund
minn sefa dró,
því frjálsast heima hverja stund
mitt hjarta sló.