Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 258
256
Ritfregnir
Skimir
handrita og íslenzkrar tungu. Fyrir því er öll ástæða til að fagna útgáfu
þessara ljósprentana og þakka þeim fræðimönnum sem þar hafa lagt hönd
að verki.
Jakob Benediktsson.
Studia Islandica (íslenzk fræði) 19. hefti.
Ritsafnið Islenzk fræði eða Studia Islandica var stofnað af Sigurði Nor-
dal í upphafi, en siðan tók heimspekideild Háskóla íslands við útgáfu þess.
Það hefur flutt margar og gagnmerkar ritgerðir um íslenzkar bókmennt-
ir, sögu og tungu frá upphafi göngu sinnar. Að þessu sinni eru í heftinu
tvær ritgerðir um kveðskap Stephans G. Stephanssonar, sem samdar eru
upp úr kjörsviðsritgerðum til kandídatsprófs í íslenzkum fræðum. Fyrri
ritgerðin er eftir Öskar Ö. Halldórsson cand. mag. og fjallar um kvæða-
flokkinn Á ferS og flugi, en hin síðari er eftir Sigurð V. Friðþjófsson og
er um Kolbeinslag.
Þetta mun vera nýlunda, að prófritgerðir séu prentaðar og bjargað
þannig frá gleymsku eða glötun, og þessar tvær ritgerðir sýna það svart
ó hvítu, að þær eiga fullan rétt á þvi að vera prentaðar, eins og hér verð-
ur að vikið á eftir.
Kvæðaflokkurinn Á ferð og flugi hefir jafnan skipað heiðurssess meðal
ljóðmæla Stephans G. Stephanssonar, og ritgerð Óskars Ö. Halldórssonar
er þvi með þeim mun meiri þökkum þegin, þar sem hún er hið bezta leið-
sögurit um kvæðin og höfund þess fram að þeim tíma, sem hann yrkir
kvæðabálkinn. Hér er gerð grein fyrir því, hvemig trúarlíf Stephans þró-
ast frá kristindómi til trúleysis, ytri orsakir raktar. Á sama hátt eru rakin
hin sögulegu atriði, sem kvæðinu eru tengd, gerð grein fyrir þeim, sem
að einhverju leyti eru fyrirmyndir að persónum þeim, sem sagt er frá i
kvæðabálkinum, en fyrst og fremst er kvæðabálkurinn saga skáldsins
sjálfs, bæði þess ytra og þess, sem gerist hið innra með honum, og það er
sú samfylgd, sem lesandinn græðir mest á, og ritgerð Öskars er hin bezta
heimild um þennan kafla í ævileið Klettafjallaskáldsins.
Kolbeinslag er bæði skemmtilegt og merkilegt kvæði. Það er yngra en
kvæðaflokkurinn Á ferð og flugi, sem var ortur fyrir aldamótin 1900.
Kolbeinslag kemur út í Heimskringlu 1914 og skömmu siðar sérprentað.
Kolbeinslag er eitt af söguljóðum Stephans. Það er samið úr þjóðsagna-
efni, en Stephan fer næsta frjálslega með fyrirmyndina. Tæpast verður
það talið með beztu kvæðum Stephans, en það er skemmtilegt, þó að
undir búi alvara, og ekki skortir skynsemina þar fremur en annars staðar
hjá Stephani, og fá kvæði eru girnilegri til fróðleiks um höfundinn sjálf-
an en það. Kolbeinn er að vissu leyti persónugervingur Stephans sjálfs,
og það gefur kvæðinu mest gildi. Kolbeinn leggur til atlögu við myrkra-
völdin með skáldskapinn einan að vopni og fer með sigur af hólmi. Slík
var trú Stephans á mátt orðsins.
Báðar þessar ritgerðir eru vel skrifaðar og mikill fengur að þeim fyrir