Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 140
138
Einar Bjarnason
Skírnir
Magnússonar er getið sem votts að skrá þeirri, sem gerð var
um lausafé Hóladómkirkju, þegar Pétur biskup Nikulásson
bjóst til skips 2. maí 1396. Enn er séra Sveins getið 29. marz
1398 sem aðila að máli vegna Möðruvallaklausturs. Þá er þess
getið í fyrrnefndum úrskurði Rafns lögmanns um Barðserfðir,
að séra Sveinn hafi haft bú á Barði í Fljótum, er hann dó.1)
Sá séra Sveinn Magnússon, sem var ráðsmaður Möðruvalla-
klausturs, er varla annar maður en sonur Magnúsar Þorvalds-
sonar, og er ljóst af efnum þessa fólks, að það hefur verið i
helztu manna röð.
Af aldri Margrétar Þorvaldsdóttur og Magnúsar Þorvalds-
sonar, sem hefur verið eldri en Margrét, varla fæddur síðar en
um 1340, má ráða það, að faðir þeirra, Þorvaldur vasi ög-
mundsson, hafi verið fæddur nálægt 1315. Margrét hefur verið
hálfsystir Magnúsar, með því að móðir Margrétar, sem lifði
hana, hefði staðið nær arfi eftir séra Svein Magnússon en
Margrét, ef hún hefði verið föðurmóðir hans. Þorvaldur vasi
hefur því verið a. m. k. tvíkvæntur, ef Magnús var skilget-
inn, með því að Margrét var með vissu skilgetin.
Þorvaldur Ögmundsson er fyrst nefndur í kaupbréfi Jóns
Árnasonar og séra Halldórs Loftssonar, dagsettu 30. desember
1382, er Jón seldi séra Halldóri hálfa jörðina Kristnes í Eyja-
firði og tók fram, að hann gæfi honum mála þann, sem hann
hafði lagt á hluta Þorvalds í jörðinni, að hann skyldi fyrstur
kaupa að jöfnu, og lýsti Jón því enn fremur, að jafnaðarmáli
stæði á nefndri jörðu milli þeirra Þorvalds ögmundssonar,
hvar sem hún væri föl. Enn tók Jón fram, að séra Halldór fengi
ekki jörðina af honum með neinu kaupi, með því að máli Þor-
valds skyldi fara að lögum. Það er ljóst, að hér er um Þorvald
vasa að ræða, með því að 2. maí 1393 seldi Þorvaldur vasi ög-
mundsson séra Halldóri Loftssyni hálfa jörðina Kristnes fyrir
lausafé og leysti þá jafnframt úr málaböndum hluta þann af
jörðinni, sem séra Halldór hafði keypt af Jóni Árnasyni.2) 1
máldaga Bakkakirkju í öxnadal er þess getið, að Þorvaldur vasi
hafi goldið porcio af henni í eitt ár, og er hér heimildin fyrir
1) D.I. III, bls. 490, 611 og 627—629.
2) D.I. III, bls. 363 og 485—486.