Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 245
Skírnir Athugasemdir um Alexanderssögu og Gyðingasögu 243
Hér á undan var vikið að norskri og íslenzkri stuðlasetn-
ingu. 1 norsku fellur h niður, sem svo er kallað, í orðum,
sem byrja á hl, hn og hr, þegar á 11. öld, og þaðan af stuðl-
ar saman hlíS og liS, hnefi og nefi, hris og rísa, en í íslenzku
varðveitist h-ið og halda menn áfram að stuðla saman h: hl:
hn:hr. 1 Alexanderssögu (útg. Finns Jónssonar, bls. 42"3)
standa þessi orð: ‘Hann gerði svá sem hlýðnum lærisveini
byrjar’. Vera mætti, að þýðandi hirti ekki um stuðlasetningu,
honum var það frjálst. En ef hann hefði ætlazt til, að þetta
væri stuðlað, er tvennt til: ’) að stuðlað væri saman ‘Hann’ og
‘hlýðnum’, og væri það íslenzk stuðlasetning, eða 2) lesa á
‘lýðnum’ og það stuðlar við ‘lærisveinn’, og er það með norsk-
um hætti. önnur dæmi: 8 724-5 ok enir hæstu turnar hafa num-
it honum at (h)níga (hæstu :honum: (h)níga, íslenzkt, eða
numit: (h)níga, norskt og er það ólíklegra); 11621-5 hvar sá
mikli kraptr, er hann hafði (h)lotit, mætti leynask (hvar:
hafði: hlotit, eða (h)lotit: leynask).1)
Ekki er alls kostar auðvelt að segja, hvenær kalla má, að
stuðlað sé, né hvenær stuðlasetning sé vísvitandi sett og hve-
nær tilviljun ein ráði.2) Stuðlasetning krefst ævinlega áherzlu-
orða; hún er auðsæjust, séu tvö orð sett hlið við hlið, en með
smáorði á milli. Sé lengra milli, er hæpnara, en stundum
verða þó stuðlatengsl ljós, þegar setningahlutar eða setningar
eru hliðstæðar, þó að nokkuð sé langt milli stuðla.
Nú skal nefna nokkur dæmi, þar sem virðist mega lesa
með stuðlasetningu, og nefni ég fyrst þau dæmi, sem stuðla
að norskum hætti, ef um stuðlasetningu er að ræða:
721 dœma reynda (h)luti lQgliga
II29-30 Júka borgarmenn aptr borgarhliðunum ok því
næst hlaupa þeir
304 gefið eigi rúm hræzlunni
361*3 ok þegar eptir þat (h)laupask at fylkingar, ok þá
ljósta Serkir upp herópi miklu
Þegar h vantar í handrit og því er bætt við, er ( ) sett utan um.
2) Sjá einkum G. Cederschiöld: Fornsögur Suðrlanda, iv o. áfr.; R. Meiss-
ner: Die Strengleikar, 208 o. áfr.; E. Ó. S.: Athugasemdir um Stjórn, Studia
centennalia in honorem memoriae Benedikt S. Þórarinsson.