Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 14
12
Einar Laxness
Skírnir
deyfðar, — orðnir blátt áfram eins og lömb leidd til slátrunar.
íslendingur, Bjarni Þorsteinsson amtmaður, sem um hríð starf-
aði í stjórnarskrifstofu þeirri í Kaupmannahöfn, er fór með
íslenzku málin, viðhefur beinlínis svofelld orð um álit manna
ytra á þessu eylandi: „Landið er skoðað eins og sveitarómagi
og landsbúar yfirleitt eins og misindisfólk.“ Framkoma danskra
ráðamanna gagnvart fslendingum staðfestir fullkomlega, að
þessi lýsing Bjarna amtmanns er síður en svo orðum aukin.
En svo furðulegt sem það mátti þykja, þá tókst áþján ald-
anna ekki, þrátt fyrir allt, að kremja lífsviljann í þjóðinni.
Kúgun og kaupþrælkun, plágur, náttúruhamfarir og hungur-
dauði, allt hafði þetta að því stuðlað, að hinn veiki mátti lúta
í lægra haldi, hinn sterkari stóð eftir. Hér var því harðger
þjóðarstofn i landi, sem mikið bjó í og gat sýnt það, ef hann
fengi tækifæri til að velta af sér oki, enda þótt fámennur væri.
Einstaklingar ýmsir höfðu á stundum risið upp með þjóðinni,
séð, hvert stefndi og borið fram tillögur til viðreisnar. Er þar
nærtækast að nefna Skúla landfógeta Magnússon. En þótt
tímarnir væru í mesta máta óhagstæðir slíkum athafnamönn-
um og framtak þeirra yrði lítils megnugt, blundaði lífsvon-
in eins og falinn eldur. Og er liðið var fram undir 3. tug 19.
aldar, var svo komið, að hnútar tóku að rakna í sundur, þeir
er undirokuðum þjóðum Evrópu héldu í skefjum, og þá var
þess ekki langt að bíða, að eldurinn í fylgsnum yrði að stóru
báli. Er sá tími gekk í garð, varð beztu mönnum ljóst, hvers
ísland þarfnaðist hag sínum til viðreisnar og þjóðarvitund
til eflingar. Kröfur tóku að hljóma um færslu valdsins inn í
landið, afnám verzlunareinokunar, fjárhagsráð til verklegra
framkvæmda, styrking bjargræðisvega. Til þess að hefja þetta
merki hins nýja tíma á loft, lögðu margir gegnir menn hönd
að, en Jón Sigurðsson verður öllum mönnum fremur sá, sem
tekur forystuna og vísar mönnum, hverjar leiðir skuli velja
að markinu. Allt lífsstarf hans varð síðan helgað þeirri bar-
áttu, og fáir voru þeir, sem komust með tæmar, þar sem hann
hafði hælana, um forystuhæfni, framsýni, sögulega þekkingu
byggða á vandlegri fræðilegri undirstöðu, þrautseigju og ósér-
plægni. En allt þetta stuðlaði að því, að honum einum var