Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 224
222
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skirnir
En fráleitt er, að þetta sé málsháttur: „þá yonar mig samt,
að þú getir gizkað þér til grassins, þegar þú sérð (sér) kólf-
inn“ (284). „Málsháttur (spakmæli) er alltaf fullgerð máls-
grein, sem í felst meginregla eða lífspeki“ (Halldór Halldórs-
son: íslenzk orðtök, 12 nm.).. 1 fyrrnefndri tilvitnun (úr
Odysseifskviðu XIV) er hins vegar orðtak: „að gizka (sér)
til grassins“ (af langalgengustu tegund orðtaka, þar sem eru
„föst orðasambönd í breyttri merkingu, sem jafngilda eða
geta jafngilt umsögn,“ Isl. orðtök, 13). Það er þarfleysa að
blanda saman orðtaki og málshætti.
Þegar segir í Ilionskviðu (XXIV 119): „og færi Akkilli
þær gjafir, er honum sé hugbót í,“ nefnir praeses réttilega
til samanburðar orðasafn Sveinbjarnar úr Stjórn, Lbs. 422,
4to: „hugbót, solatium: Davíð tók hörpu sína ok lék til hug-
bótar konungi“ (278, sbr. 220—21), og ef til vill er það nær-
tækasta fyrirmyndin. En minna hefði þar mátt á víðkunn-
ugt kvæði, Hugbót eftir séra Einar Sigurðsson í Eydölum,
prentað í Vísnabók Guðbrands biskups Þorlákssonar.
Á bls. 255 (í Fornmálsáhrifum) er upp tekið, úr Odysseifs-
drápu (V 199): „og lögðu þernurnar fyrir hana ódáins fæðu
og ódáins vín.“ — Síðan segir praeses: „I l.kap. Hálfdanar
sögu Eysteinssonar (er Sveinbjörn hefur þekkt úr III. b. Forn-
aldarsagna Norðurlanda, Khöfn 1830) er getið Eiríks víðförla,
„er fann Ödáinsakr“. — Ég veit ekki, hvort Sveinbjörn hefur
á þessu stigi þekkt í afriti Eiríks þátt víðförla (úr Flateyjar-
bók) eða Hervarar sögu, Hauksbókargerðina. Er í 1. kap.
hennar minnzt á „Ödáins akr, en hverr er þar kemr, hverfr
af sótt ok elli ok má eigi deyja.“ Hversu sem því hefur verið
háttað, er augljóst, að Sveinbjörn hefur haft Ödáinsakr í huga,
er hann þýddi áppooaíi'i [ambrósíe] og véxtap [nektar] ódáins
fæða og ódáins vín.“ Þar sem praeses segist ekki vita, hvort
Sveinbjörn hafi „á þessu stigi þekkt í afriti Eiríks þátt víð-
förla,“ virðist hann ekki vita, að þátturinn er prentaður í
fyrsta sinni í því sama þriðja bindi Fornaldarsagna Norður-
landa frá 1830, sem hann talar þarna um, síðastur sagna
(kallaður þar Saga af Eireki víðförla eða Ereks saga víðförla).
Þar stendur á bls. 661: „Ok einn jóla aptan strengði hann