Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 48
46
Einar Laxness
Skírnir
aldrei veitt landinu neina slíka sjálfstjórn sem hin íslenzka
nefnd virðist álíta.“
Eins og vænta mátti, brá Jón skjótt við, er svo harkalega
var að málstað hans og landsmanna vegið af mikilsmetnum
fræðimanni. Samdi hann langa ritgerð á dönsku, sem út var
gefin þegar undir árslok 1855, en þýdd á íslenzku og prentuð
í Nýjum félagsritum 1856. Kallaðist hún „Om Islands stats-
retslige Forhold“. Með þeirri þekkingu á þessu máli, sem
hann var öllum öðrum fremri í, hrekur hann lið fyrir lið
kenningar Larsens, svo að segja má, að varla standi steinn
yfir steini. I forspjalli ritgerðarinnar tilgreinir hann 3 atriði,
sem svara verði, þegar mál þetta er til meðferðar: „1. Gekk
ísland í fornöld að lögum og eftir frjálsum sáttmála í sam-
band við Noreg, eða gerðist það undirgefið Noregi og svo sem
innlima partur úr því landi? 2. Hefir Island að lögum nokk-
uru sinni afsalað sér þessi sambandsréttindi og viðurkennt,
að það væri að eins partur úr Noregi? 3. Hefir samband Is-
lands við Danmörk gert á þessu nokkura breyting, eða hefir
nokkuð það til borið, síðan landið komst undir Danakonunga,
sem að lögum hafi getað raskað þessum hinum forna rétti
landsins?“ — Á þessum grundvelli hvíldi svar Jóns. Eins og
í fyrri ritgerðum færir hann skýr og gild rök fyrir því, að
Island hafi gengið fríviljuglega í samband við konung einan
með sáttmálanum, en af því leiði óskert þjóðréttindi Islend-
inga. M. a. bendir hann á, að Island hafi ekki verið háð laga-
boðum Noregsríkis, heldur hafi lög gengið þar í gildi ýmist
beint fyrir tilstilli konungs eða Alþingis. Heldur hann síðan
áfram að rekja viðskipti Islendinga við hið erlenda vald um
aldirnar. Við einveldishyllinguna 1662 tilfærir hann það lof-
orð, sem umboðsmaður konungs hafði þá gefið um það, að
íslendingar fengju að halda fornum réttindum sínum. Ber
því allt að sama brunni, að fullgild rök eru færð fyrir réttind-
um þeim, sem íslendingum beri óhagganlega í skjóli sátt-
málans. Hafi þau líka óbeint verið viðurkennd með fyrirheiti
konungs 23. sept. 1848, enda stjórnarlög Dana ekki send til
birtingar á Islandi 1849. Að lyktum telur hann þetta fyrir-
heit konungs enn óefnt. Islendingar eigi skilyrðislausa kröfu