Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 19
Skimir
Jón Sigurðsson
17
manna á íslandi fyrir gildi þess. Hér eygði hann hagstætt
tækifæri til að glæða áhuga manna á íslenzkum menntum,
sem verða mátti sterk stoð til þjóðlegrar endurreisnar á Is-
landi. Vann hann auk þess að útgáfu á vegum félagsins, t. d.
ævisögu Benjamíns Franklins, sem hann þýddi sjálfur úr
dönsku og út kom 1939. Síðar tókst hann á hendur mikil störf
í þágu þess, er nefnd verða hér á eftir.
Þessu til viðbótar hóf Jón á námsárum sínum að starfa
fyrir Hið konunglega norræna fornfræðafélag, sem vann að
útgáfu íslenzkra fornrita undir yfirstjóm lærdómsmannsins
C. C. Rafns. Rafn var einnig í stjórn Árnasafns, svo að hann
vissi gjörla, hver liðsstyrkur var í Jóni. Fékk Rafn hann til
uppskrifta handrita þegar frá árinu 1835, og smám saman
jókst starf hans, svo að þar kom 1845, að hann var ráðinn
skjalavörður við nýstofnað handritasafn félagsins, og þeirri
stöðu gegndi hann allt til 1854, er embættið var niðurlagt,
að því er talið var í sparnaðar skyni. Eftir það var Jón aldrei
í neinni fastri stöðu, en lifði fyrst og fremst af þeim stuðn-
ingi, er hann hlaut til vísindastarfa.
Af þeim sökum, hversu mjög slík störf, sem hér hafa verið
nefnd og síðar verður reynt að gera nánari grein fyrir, hlóð-
ust á Jón, varð ekki úr því, að hann gengi til embættisprófs.
Var þó enn fleira, sem dró hér til. Hafa sumir tilnefnt veik-
indi þau, er hann átti um hríð við að stríða, þótt meira sé
e. t. v. gert úr því en ástæða er til. En loks er þess að geta,
síðast en ekki sízt, að á síðari hluta námsára hans beindist
hugur hans að stjórnmálum, svo að áður en á löngu leið hafði
hann snúið sér að þátttöku í þjóðmálabaráttunni á Islandi af
slíkum krafti, að hún verður höfuðþáttur lífsstarfs hans, sá
þátturinn, sem veitt hefur honum þjóðhetju nafn í augum
allra samlanda hans fyrr og síðar. Ef forystustarf hans á
þessum vettvangi átti að bera ávöxt, þurfti miklum tíma að
fórna til að rannsaka ofan í kjölinn þann efnivið, sem smíða
skyldi úr vopnin, er duga áttu í frelsisbaráttunni. Þar hafði
flest verið lengi vanrækt og þess vegna mikils af þeim kraf-
izt, er þar fór að rýna í hlutina. Slíkt réðst Jón Sigurðsson í
af hinni riku kostgæfni, sem honum var svo eiginleg, svo að
2