Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 120
118
Árni Björnsson
Skírnir
og áttu þau margt barna. Boli andaðist fjörgamall úr elli og
hafði lengi áður legið í kör. Seinna giftist Grýla þeim manni sin-
um, sem frægastur er, Leppalúða, og voru þau 5000 ár í hjóna-
bandi (Ó. D. Þul. 143). Eru til af honum tvö kvæði með harla
kjarnmiklum lýsingum, og þykir þó engum hann hafa verið
Grýlu fullkosta. Sagt er, að þau hafi átt 20 börn.
Auk þess átti Leppalúði holukrakka einn, sem Skröggur hét,
og var hann í fáu föðurbetrungur. Lá Grýla sjúk heilt ár, en
Leppalúði fékk sér þá vinnustúlku, er Lúpa hét, „dáfögur
dyggðug og fín“, og átti við henni Skrögg. Þegar Grýla komst
á fætur, rak hún Lúpu og Skrögg burtu, og gaf Leppalúði þeim
þá eyju eina og bátskrifli. Ólst Skröggur þar upp, unz hann
var 12 vetra, að móðir hans dó. Komst hann þá til hirðar Hangs
herkonungs úr Álfheimum og Gnípu drottningar hans. Kon-
ungsdóttir hét Skjóða, „dávæn dygg og trú“, og felldu þau
Skröggur hugi saman, en er konungur vildi synja honum ráða-
hagsins, nam Skröggur Skjóðu burtu með „dimmrúnum". Áttu
þau 22 börn, og dóu þau öll, sjö hin seinustu úr bólunni (J. Á.
I, 209).
Ekki ber sögum saman um, hvaða börn Grýla átti með
hverjum manna sinna, enda er vísast, að hún hafi átt fleiri
barnsfeður en þá. En alls eru nafngreind 72 börn Grýlu í
ýmsum þulum. Hefjast þær oftast þannig:
Grýla kallar á börnin sín,
þegar hún fer að sjóða
til jóla:
Komið þið hingað öll til mín,
ykkur vil ég bjóða,
Leppur, Skreppur, Langleggur og Leiðindaskjóða.1)
Þessi fjögur eru þekktust af bömum Grýlu, en hin heita svo:
Þröstur, Þrándur, Böðvar, Brynki, Bolli, Hnúta, Koppur,
Kyppa, Strokkur, Strympa, Dallur, Dáni, Sleggja, Sláni,
Djangi, Skotta, Nípa, Típa, Næja, Tæja, Nútur, Pútur, Kútur,
Knútur, Bútur, Hnútur, Stútur, Strútur, Nafar, Tafar, Láni,
!) Eitthvert afbrigði þessarar þulu hefur Páll Vídalín þekkt, og hefur
hún því væntanlega verið á kreiki á siðari hluta 17. aldar að minnsta kosti.
Merkilegt er, að Páll kallar þetta „barngælu". (Fornyrði 495).